Föstudagur 27. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Umhverfisvænar tískufyrirmyndir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Margar kvenstjörnur reyna nú eftir bestu getu að vanda valið þegar kemur að fatakaupum og kjósa að fara eins umhverfisvænar leiðir eins og hægt er. Þessar konur eiga það sameiginlegt að vera með flottan stíl og hafa tjáð sig opinskátt um hvernig þær reyna að draga úr sóun og fara skynsamlegar leiðir þegar kemur að fatakaupum.

 

Winona Ryder

Leikkonan Winona Ryder hefur lengi verið hrifin af því að klæðast notuðum fötum, bæði dagsdaglega en líka á rauða dreglinum. Hún hefur líka verið dugleg að klæðast sömu flíkinni oftar en einu sinni á viðburðum sem er ekki algengt þegar kemur að Hollywood.

Sarah Jessica Parker

Leikkonan Sarah Jessica Parker er mikil tískufyrirmynd og snillingur í að gera góð kaup í „second hand“-búðum. Þess má geta að karakter Söruh í þáttunum Divorce klæðist mikið notuðum fötum sem keypt hafa verið á fatamörkuðum í New York.

Olivia Wilde

Leikkonan Olivia Wilde hefur opnað sig um að hún reyni nú að vera meðvituð um það sem hún kaupir og klæðist. „Hvað fatnað varðar þá snýst það um að átta sig á hvernig hlutirnir eru gerðir, hvaða hráefni var notað, hver bjó þá til og hvað sé hægt að gera til að draga úr sóun,“ sagði Wilde í viðtali við Mashable árið 2016.

Anne Hathaway

Árið 2017 setti leikkona Anne Hathaway sér það markmið að klæðast bara notuðum fötum á kynningarferðalagi sínu fyrir kvikmyndina Colossal. Til dæmis mætti hún í viðtal við Good Morning America í kjól sem kostaði 15 dollara á fatamarkaði, það verður að teljast góð kaup.

Shailene Woodley

Leikkonan og umhverfissinninn Shailene Woodley greindi frá því árið 2014 að hún kaupir aldrei ný föt að undanskildum fötum sem hún notar í vinnuna. Hún segist þannig reyna að lifa í sátt og samlyndi við náttúruna í stað þess að traðka stöðugt á henni.

- Auglýsing -
Kate Mara

Leikkonan Kate Mara er vegan m.a. af umhverfissjónarmiðum og því kaupir hún bara föt sem flokkast sem vegan. Hún segist þó enn þá halda upp á gamlar flíkur sem hún á sem eru ekki vegan. „Ég er smátt og smátt að losa mig við leðurflíkur. Og ég hef aldrei klæðst feldi,“ sagði hún í viðtali við tímaritið Parade árið 2018.

Alicia Silverstone

Leikkonan Alicia Silverstone er dugleg að minna fylgjendur sína á Instagram á þau skaðlegu áhrif sem textílframleiðsla og urðun hefur á náttúruna. Hún segist alltaf kjósa að kaupa notuð föt þegar það er möguleiki. Þegar hún þarf að kaupa nýja flík þá tryggir hún að flíkin sé gerð úr umhverfisvænu efni.

Emma Watson

Leikkonan Emma Watson er mikill talsmaður þess að velja umhverfisvænar flíkur. Árið 2015 byrjaði hún að taka þátt í Green Carpet Challenge sem snýst um það að klæðast bara umhverfisvænni og sjálfbærri tísku á rauða dreglinum á viðburðum. Síðan þá hefur klæðaval hennar oft vakið athygli, til dæmis þegar hún klæddist Calvin Klein-kjól sem var búinn til úr endurunnum plastflöskum á Met Gala árið 2016.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -