Rappsveitin Reykjavíkurdætur eru ósáttar við brandara grínistans Önnu Svövu Knútsdóttur og allir virðast hafa skoðun á málinu.
Brandari Önnu Svövu, sem hún flytur í uppistandi sínu á uppistandssýningu Björns Braga Arnarssonar, sló ekki í gegn hjá Reykjavíkurdætrum. Í brandaranum grínast Anna Svava með að það séu engir góðir kvenkyns rapparar til á Íslandi. Allir og amma þeirra virðast hafa skoðun á málinu eins og má sjá á umræðunni á Twitter.
Persónulega fíla ég RVKDTR en ég skil samt alveg ef fólk fílar RVKDTR ekki. Við erum öll mismunandi. Gagnrýnin sem RVKDTR fá snýst samt yfirleitt ekki um að fíla ekki tónlistina heldur er kjarninn í henni er sá að fólk fílar ekki við ~stelpur~ í rappi. Það er vandamálið.
— Sylvía Hall (@sylviaahall) September 18, 2019
Ég bara skil ekki afhverju hópur kvenn-rappara þarf að hjóla í kynsystur sína á Twitter fyrir að vera með goodshit uppsistand. Ég man þá tíð þegar rapparar tóku upp míkrafóninn til að svara fyrir sig.
— Jonathan Gerlach (@kastaniubrunn) September 18, 2019
Gleymi ekki þegar ég var í partý með vinnufélaga sem reifst við mig að tónlistin þeirra væri bara vond en var mættur með eina úr bandinu upp á arminn mánuði síðar. Eykur trúna á mönnum. Annars er Reppa heiminn uppáhalds lagið með þeim en aðrir mega auðvitað reppa eh hverfi í RVK
— Snærós Sindradóttir (@Sindradottir) September 18, 2019
ég for á tonleika með þeim á húrra á seinasta ári og þær eru angrins samansafn af færustu tonlistarkonum og performerum á þessu landi það var magnað að sjá þær.
þær spila fyrir tröðfullum festivölum í útlöndum en það voru svona 50 manns á húrra. af hverju ætli það hafi verið???— lady goodtimes (@asdismv) September 18, 2019
Þið eruð karlrembur og hálfvitar fyrir að fíla ekki rvk dætur. Vitið þið ekki að allir útlendingar elska þær fávitarnir ykkar!
— Arnaldur (@Arnaldurarnason) September 18, 2019
Öráreiti er ekki grín og ekki fyndið, heldur er þetta undirstaða samfélagslegra viðhorfa. Þú þarft ekkert að fíla þær persónulega en spurðu þig kannski af hverju ekki EF þú hlustar mikið á ísl rapp.
— Tinna, öfgafemínisti (@tinnaharalds) September 18, 2019
Einu sinni sagði uppistandari á twitter að rappið mitt væri það versta sem hafði komið fyrir íslenska menningu. Ég man hvað ég tók það inná mig að fór að missa áhugann á því að rappa. Gerði ekkert rapp þangað til Falafel með Arnari síðasta sumar.
— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) September 18, 2019
Anna Svava sagði brandara um alla stærstu rappara Íslands á föstudaginn. Það má alveg fylgja þessum fréttum.
Einnig má taka fram að hún var að segja brandara, þetta var ekki 20 mínútna dagskrá þar sem hún sagði skoðanir sínar á hinu og þessu.— Halldór Halldórsson (@DNADORI) September 18, 2019
Í gríni og í sköpun almennt er góð regla að fjalla um það sem maður þekkir vel. Ef Anna Svava hefði einhvern tíman farið á RVKDTR tónleika, hlustað á lögin, horft á myndbönd eða rýnt í textana þeirra gæti hún eflaust gert mjög fyndið grín um þær.
— Eygló Hilmarsdóttir (@eyglohilmars) September 19, 2019
Ok I fyrsta lagi, íslenskir kvennrapparar eru fokking queens og í öðru lagi hver er Anna Svava (svona nojoke veit ekkert hver þetta er)
— Ragnheidur Dora (@DoraRagnheidur) September 18, 2019
Anna Svava hefur sagt á sviði hata börnin sín og að maðurinn hennar sé aumingi.
— Omar_O_Hauksson (@Omar_O_Hauksson) September 18, 2019
Er annað í stöðunni fyrir Önnu Svövu en að senda frá sér opinbera afsökunarbeiðni – Reykjavíkurdætur séu frábærar og hún hafi í raun aldrei ætlað að segja að þær væru ekki frábærar, hvað þá gefa í skyn að það væri tabú að halda því fram að þær væru ekki frábærar?
— Eiríkur hjalar (@eirikurorn1) September 19, 2019
Reykjavíkurdætur þurfa engan almannatengill. Þær sjá alfarið um þetta sjálfar. Það vita afar fáir hvað er um að vera hjá þeim og hvað er í gangi en alltaf annað slagið ná þær að koma sér í umræðuna. Mjög flottar og hæfileikaríkar stelpur samt sem áður #rvkdtr
— Davíð Már (@DavidMarKrist) September 18, 2019
Sjá einnig: Reykjavíkurdætur ósáttar við brandara Önnu Svövu: „Anna Svava komin í eitthvað grínþrot“
Sjá einnig: Reykjavíkurdætur sköpuð til að gefa konum pláss: „Við upplifum okkur ekki sem fórnarlömb“