Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Ingó Veðurguð fengið nóg og ætlar að kæra vegna fjölda ásakana um kynferðisofbeldi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ingólfur Þórarins­son – Ingó Veður­guð – hafnar með öllu á­sökunum um kyn­ferðis­of­beldi af hans hálfu, en hópurinn Öfgar birti nafn­lausar frásagnir meira en tuttugu kvenna á TikTok; þar er lýst kyn­ferðis­of­beldi og á­reitni sem konurnar segja að þær hafi hafa lent í af hálfu Ingólfs.

Umræða um meint kyn­ferðis­of­beldi Ingólfs hefur verið til um­ræðu á sam­fé­lags­miðlum; til að mynda TikTok, Facebook og Twitter, sem hófst í kjöl­far seinni bylgju #met­oo hreyfingarinnar sem byrjaði í vor.

Sjá einnig: „Ég er bara hissa að Þjóðhátíð hafi ekki grátbeðið Auði að vera með svona for the cherry on top“

Því hefur verið harðlega mótmælt að Ingó hafi verið ráðinn til að stýra brekkusöngnum á Þjóðhátíð í hár. Hópur rúmlega 130 kvenna skrifaði undir undirskriftarlista sem sendur var þjóðhátíðarnefnd og hefur nefndin sagt ætla að fara betur yfir ákvörðunina.

Ingólfur hefur sagt að hann upp­lifi á­sakanirnar sem árásir og hefur á­hyggjur af fjölskyldu sinni og sínum vinum vegna umræðunnar. Hann neitar alfarið sök og ætlar að kæra. Hverja/hverjar hann hefur í hyggju að kæra er ekki enn vitað.

Mannlíf reyndi nú undir kvöld að ná tali af Ingólfi en án árangurs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -