Miðvikudagur 8. janúar, 2025
-9.2 C
Reykjavik

Undrabarn fimleikaheimsins með svakalega rútínu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hin sextán ára Morgan Hurd vakti verðskuldaða athygli á American Cup-fimleikakeppninni um nýliðna helgi og hlaut þar gullverðlaun.

Það kom fáum á óvart að Morgan skildi ganga í burtu frá keppni með gullið enda stóð hún sig með eindæmum vel í öllum greinunum sem hún keppti í.

Í meðfylgjandi myndbandi má sjá Morgan gera gólfæfingar, en stúlkan hefur vakið athygli fyrir að keppa ávallt með gleraugu, þó að hún sé að snúa sér og kasta í alls kyns áttir og æfingar.

Það er mjög sjaldgæft að íþróttamenn keppi með gleraugu en Morgan sagði í viðtali við Flo Gymnastics í fyrra að hún hefði eitt sinn prófað linsur, en ekki getað notað þær vegna þurrks í auga sem hún fékk. Þá sagði hún einnig að gleraugun festi hún með neoprene-bandi þegar hún væri að æfa og keppa, en bandið sést ekki í myndbandinu.

Tístarar tóku líka vel eftir Morgan á mótinu og svo virðist sem þetta undrabarn fimleikanna hafi unnið sig inn í ansi mörg hjörtu þar vestan hafs um helgina.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -