Hin sextán ára Morgan Hurd vakti verðskuldaða athygli á American Cup-fimleikakeppninni um nýliðna helgi og hlaut þar gullverðlaun.
Það kom fáum á óvart að Morgan skildi ganga í burtu frá keppni með gullið enda stóð hún sig með eindæmum vel í öllum greinunum sem hún keppti í.
Í meðfylgjandi myndbandi má sjá Morgan gera gólfæfingar, en stúlkan hefur vakið athygli fyrir að keppa ávallt með gleraugu, þó að hún sé að snúa sér og kasta í alls kyns áttir og æfingar.
Það er mjög sjaldgæft að íþróttamenn keppi með gleraugu en Morgan sagði í viðtali við Flo Gymnastics í fyrra að hún hefði eitt sinn prófað linsur, en ekki getað notað þær vegna þurrks í auga sem hún fékk. Þá sagði hún einnig að gleraugun festi hún með neoprene-bandi þegar hún væri að æfa og keppa, en bandið sést ekki í myndbandinu.
Tístarar tóku líka vel eftir Morgan á mótinu og svo virðist sem þetta undrabarn fimleikanna hafi unnið sig inn í ansi mörg hjörtu þar vestan hafs um helgina.
Morgan Hurd crushing those flips with glasses superglued to her head. #americancup pic.twitter.com/Gax5spwK2d
— ???? ???? (@LaraAlexandra) March 3, 2018
Morgan Hurd…Bars routine…With glasses no less…Amazing! @USAGym
— Nani (@NaniWaialeale) March 3, 2018
Morgan Hurd. I am in love. Glasses wearing book nerd super gymnast. Love.
— Julie Felise Dubiner (@jfdubiner) March 3, 2018