Körfuknattleikskonan Emma Grace Theodórsson er að slá í gegn, en þessi sautján ára stúlka þykir afar efnileg í íþróttinni.
Emma er hálf íslensk og hálf bandarísk; faðir hennar er Ólafur Theódórsson sem var í yngri landsliðum og lék með ÍR og flutti ungur til Bandaríkjanna þar sem hann býr ásamt móður Emmu og systkinum.
.
Hæfileikar Emmu í körfubolta hafa ekki farið fram hjá neinum sem áhuga hafa á móður allra íþrótta eins og körfubolti er stundum nefndur.
Emma – sem er 185 sentimetrar á hæð – getur bæði spilað sem bakvörður og framherji. Nú þegar eru 18 háskólar í Bandaríkjunum búnir að bjóða henni Emmu ókeypis skólavist, og herma áreiðanlegar heimildir Mannlífs að landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins, Benedikt Guðmundsson, fylgist grannt með gangi mála hjá Emmu og að mögulega verði hún tekin inn í æfingahóp landsliðsins fyrir næstu verkefni.
Emma æfir núna með U-18 landsliði kvenna og fram í ágúst en þá fer fram Norðurlandamót í Finnlandi og er Emma aað sjálfsögðu í hópnum. Emma þykir það góð að einhverjir hafa fylgst með æfingum og henni boðið að æfa með eldri hópum.