Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Undrandi á að spilakassar hafi verið opnaðir 4. maí: „Krumlunum hafði verið meinaður aðgangur að aleigu spilafíkla of lengi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Alma Björk Blöndal Hafsteinsdóttir, ráðgjafi og fyrrverandi spilafíkill, er undrandi á að spilakassar Íslandsspila sf. voru opnaðir þann 4. maí. Hún skrifar færslu um málið á Facebook undir yfirskriftinni „Sama hvað – þá skal opna!“.

Alma Hafsteinsdóttir.

Í færslu sinni lýsir Alma ástandinu sem hefur ríkt undanfarið í samfélaginu og um heim allan vegna kórónuveirufaraldursins. Hún segir að þann 4. maí hafi bjartari tímar blasað við mörgum þegar takmörkunum samkomubanns var aflétt að hluta.

„Flestir gleymdu sér í gleðinni, en á sama tíma voru góðgerðasamtök undir nafni sameignarfélagsins Íslandsspila að láta útbúa fyrir sig sprittbrúsa með merki og nafni Íslandsspila og prenta út leiðbeiningar þar sem spilafíklar eru beðnir um þrífa hendurnar og spilakassana með spritti áður en spilun í spilakassa hefst,“ skrifar Alma.

Hún segir fólk almennt hafa virst nokkuð sátt með lokum spilakassa þegar fréttir af áhrifum lokanna bárust.

„Almenningur virðist hafa verið nokkuð sáttur með lokun spilakassa, því fréttir bárust af spilafíklum sem misst höfðu stjórn á spilafíkn sinni í umræddum spilakössum og allt í einu náðu þeir að hætta að spila og verða virkir þátttakendur í eigin lífi og sinna nánustu. Atvinnurekendur fundu fyrir jákvæðum afleiðingum lokunar spilakassa og fjölskyldur spilafíkla voru í skýjunum,“ skrifar Alma.

Í færslu sinni tekur Alma fram að hún geri sér grein fyrir að kórónuveirufaraldurinn hefði aldrei útrýmt spilafíkn alveg en hún bendir á að þessi tími hafi varpað ljósi á jákvæðar afleiðingar þess að loka spilakössum á Íslandi.

- Auglýsing -

Hún segir það valda sér vonbrigðum að sjá að samtök sem reka spilakassa hér á landi hafi ekki nýtt þetta tækifæri til að rannsaka afleiðingar spilakassastarfseminnar.

„…en á þessum tímum gafst þeim tækifæri til að staldra við með opunun spilakassa og mögulega opna spilakassa í breyttri mynd t.d. með fjárhæðatakmörkunum eða heftara aðgengi fyrir alla ekki síst börnin okkar. Þeim gafst tækifæri til að standa að rekstri spilakassa með ábyrgari og siðlegri hætti en verið hefur í tæp 30ár.“

Þess má geta að Rauði krossinn er stærsti eigandi Íslandsspila sf. með 64 prósenta eignarhlut. Slysavarnafélagið Landsbjörg á 26,5 prósent og SÁÁ 9,5 prósent.

- Auglýsing -

„En Íslandsspil fyrir hönd eigenda sinna telja opnun spilakassa bráðnauðsynlega og jafnvel nauðsynlegri en að almenningur komist í sund, líkamsrækt, nú eða geti knúsað ömmu og afa. Krumlunum hafði verið meinaður aðgangur að aleigu spilafíkla of lengi – það skyldi byrja um leið og minnsta smuga gæfist –sama hvað!“

Alma segir ljóst að þau samtök sem reka Íslandsspil sf. hafi ætlað að fá sín „frjálsu framlög“, burt séð frá heilbrigðissjónarmiðum.

„Þessi góðgerðasamtök ÆTLA að fá sín „frjálsu framlög“ , sama hvað allri heilbrigðri skynsemi og heilbrigðissjónarmiðum líður – því jú spilafíklar geta bara sprittað sig sjálfir og spilakassa Íslandsspila sf.!“

Færslu Ölmu má sjá í heild sinni hér fyrir neðan

Sjá einnig: Spilaði fyrir 20 milljónir á tveimur árum

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -