Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

„Unglingar horfa á klám og nota á fjölbreyttan hátt, og sumir nota klám til að fræðast um kynlíf“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kynís var stofnað af fagfólki 9. desember árið 1985 og var tilgangurinn að skapa vettvang sem gæti eflt samstarf fagfólks á þessu sviði. Kynfræði (sexology) er fræðigreinin um kynverund mannsins (human sexuality).

Fræðimenn sem leggja stund á kynfræði vilja, líkt og aðrir fræðimenn, auka þekkingu og skilning á viðfangsefni fræðigreinarinnar með skipulögðum hætti.

Útgangspunktur kynfræði er að maðurinn sé kynvera.

Félagið sendi frá sér yfirlýsingu í kjöl­far umræðu um fræðslu um svo­kallaðar kyrk­ing­ar í kyn­lífi, en Hanna Björg Vil­hjálms­dótt­ir kynja­fræðikenn­ari hef­ur á síðustu dög­um gagn­rýnt slíka fræðslu Sig­ríðar Dagg­ar Arn­ar­dótt­ur kyn­fræðings harðlega og sagt að hún sé að „normalísera of­beld­is­hegðun.“

„Eftir greinaskrif og skoðanaskipti dagsins vill Kynís koma eftirfarandi skilaboðum áleiðis:

Fólk er alls konar og fílar alls konar af ólíkum ástæðum. Það eru ekki einungis strákar og stelpur sem stunda kynlíf saman, heldur er kynhegðun og kynvitund einstaklinga ólík.

- Auglýsing -

Við verðum að gera ráð fyrir þessu í orðræðunni og skapa rými fyrir öll.

Það er ljóst að unglingar horfa á klám. Unglingar nota klám á fjölbreyttan hátt, og rannsóknir sýna að sumir unglingar nota klám til að fræðast um kynlíf.

Þess vegna er mikilvægt að spjalla um klám í kynfræðslu og kenna unglingum klámlæsi (e. porn literacy), sem meðal annars felst í því að eiga heiðarlegt samtal um að klám endurspegli ekki raunveruleikann.“

- Auglýsing -

Kynís vill benda á að „unglingar hafa alls konar langanir sem spretta frá alls konar lífsreynslu. Kannski vaknar einhver forvitni við að horfa á klám og er því mikilvægt í kynfræðslu að búa ekki til skömm, heldur frekar fræða af virðingu og opnum hug.

Öll fræðsla miðar auðvitað að því að koma í veg fyrir slæmar afleiðingar og efla einstaklinginn í að eiga ánægjulega reynslu.

Góð kynfræðsla felur í sér að mæta unglingum þar sem þau eru og vera heiðarleg í samskiptum. Ef okkur sem kynfræðurum finnst óþægilegt að svara spurningum unglinga þá þurfum við fyrst og fremst að skoða okkar eigin fordóma og fyrirfram gefnu hugmyndir, en ekki koma skömminni á þau.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -