Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Unglingar stóðu í topplúgu bifreiðar sem var á ferð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það er alltaf nóg að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dagbók hennar fyrir síðasta sólarhringinn má sjá þessi tilvik skráð:

Þjófnaður úr verslun

Þjófur lét til skarar skríða í verslun í miðbænum í gær en starfsmenn verslunarinnar fóru á eftir honum og endurheimtu þýfið. Ekki vildi betur til en það að þjófurinn sló einn af starfsmönnunum í andlitið og komst undan. Málið er enn í rannsókn.

Kópavogur, unglingar stóðu í topplúgu

Bifreið var stöðvuð í Breiðholti laust fyrir klukkan 22:00, ástæðan var sú að farþegar í aftursæti voru ekki í öryggisbelti. Þegar lögregla stöðvaði för bifreiðarinnar, stóðu farþegarnir í topplúgu bifreiðarinnar. Þar sem um var að ræða 17 ára einstaklinga voru forráðamenn upplýstir og tilkynning send á barnaverndarnefnd.

Þrjár bifreiðar stöðvaðar

- Auglýsing -

Þrír ökumenn voru stöðvaðir fyrir í gærkveldi og nótt vegna gruns um ölvunarakstur. Einn var stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna  og annar vegna gruns um akstur án réttinda eftir sviptingu þeirra. Þá var einn ökumaður stöðvaður fyrir að hafa ekið yfir gatnamót á móti rauðu ljósi. Fimm voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur.

Þjófar á ferð í Kópavogi

Klukkan 2:40 í nótt, voru tveir menn handteknir í Kópavogi grunaðir um nytjastuld bifreiðar. Reyndu þeir einnig að stela léttu bifhjóli  en eigandi þess náði að stöðva þá. Voru mennirnir vistaðir í fangageymslu lögreglunnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -