Aksturlag bifreiðar og útlit ökumanns varð vegfaranda tilefni til að láta lögregluna vita. Lögreglan brá skjótt við og stöðvaði ökumanninn sem reyndist vera aðeins 14 ára og því ekki með ökuréttindi. Óljóst er hver viðurlög verða vegna þessa en viðbúð að Barnavernd komi að málinu.
Skemmdarvargar voru á ferð við skóla í nótt. Kveikt var í reiðhjóli. Lögreglan var kölluð til en ekki liggur fyrir hverjir gerendur eru.
Ökumaður var stöðvaður, grunaður um hraðakstur. Sá ók á 137 kílómetra hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 70 kílómetrar.
Lögregla var kölluð til vegna líkamsárásar í heimahúsi. Málið er í rannsókn.