Miðvikudagur 5. febrúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Unglingurinn sem var stung­inn fyr­ir utan Breiðholts­laug í dag er kom­inn úr aðgerð sem gekk vel

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Unglingurinn sem var stung­inn fyr­ir utan Breiðholts­laug í dag er kom­inn úr aðgerð; samkvæmt áreiðanlegum heimildum Mannlífs gekk aðgerðin vel og drengurinn er á batavegi.

Eins og áður hefur verið fjallað um þá voru bæði lög­regla og sjúkra­lið kölluð út fyrr í dag þegar til­kynnt var um hnífstungu­árás í Breiðholt­i.

Til­drög máls­ins eru ekki enn  ljós, en nokk­ur vitni voru á staðnum þegar árás­in átti sér stað; sagði einn sjón­ar­vott­ur við blaðamann Mannlífs að ungi maður­inn hafi verið með meðvit­und þegar hann var flutt­ur af vett­vangi.

Þess má geta að bæði ger­andi og þolandi eru und­ir lögaldri; búið er að hand­taka ger­and­ann og er hann nú í haldi lögreglu.

Þannig eru mál á Íslandi að þeir sem eru und­ir 18 ára að aldri eru skil­greind­ir sem börn; þeir sem eru yfir 15 ára eru skil­greind­ir sem sak­hæf­ir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -