Unglingurinn sem var stunginn fyrir utan Breiðholtslaug í dag er kominn úr aðgerð; samkvæmt áreiðanlegum heimildum Mannlífs gekk aðgerðin vel og drengurinn er á batavegi.
Eins og áður hefur verið fjallað um þá voru bæði lögregla og sjúkralið kölluð út fyrr í dag þegar tilkynnt var um hnífstunguárás í Breiðholti.
Tildrög málsins eru ekki enn ljós, en nokkur vitni voru á staðnum þegar árásin átti sér stað; sagði einn sjónarvottur við blaðamann Mannlífs að ungi maðurinn hafi verið með meðvitund þegar hann var fluttur af vettvangi.
Þess má geta að bæði gerandi og þolandi eru undir lögaldri; búið er að handtaka gerandann og er hann nú í haldi lögreglu.
Þannig eru mál á Íslandi að þeir sem eru undir 18 ára að aldri eru skilgreindir sem börn; þeir sem eru yfir 15 ára eru skilgreindir sem sakhæfir.