Drengur slasaðist töluvert er hópur ungmenna réðst að honum í Kringlunni í gærkvöldi. Ungmennin notuðu kylfu við árásina og var drengurinn fluttur á slysadeild. Lögreglan rannsakar málið og hefur gert Barnavernd og foreldrum viðvart.
Lögregla handtók karlmann í Breiðholti í gær vegna líkamsárásar. Var hann vistaður í fangaklefa.
Þá barst lögreglunni önnur tilkynning vegna líkamsárásar í Hafnarfirði. Karlmaður var handtekinn og þolandi fluttur á slysadeild til aðhlynningar.
Á höfuðborgarsvæðinu voru fimm ökumenn stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna.