Miðvikudagur 15. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Ungur maður stunginn við Breiðholtslaug – Lögregla segir árásarmann mögulega undir lögaldri

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ungur karlmaður var stunginn við Breiðholtslaug upp úr hádegi í dag. Árásarmaðurinn var handtekinn og í samtali við Morgunblaðið útilokar lögregla ekki að fórnarlamb og árásarmaður séu undir lögaldri.

Mik­ill viðbúnaður var við Breiðholtslaug eft­ir árás­ina og komu nokkr­ir sjúkra­bíl­ar á vett­vang. Þóra Jón­as­dótt­ir aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn staðfesti árásina:

„Já það var þarna hrnífstungu­árás og búið er að hand­taka ger­and­ann,“ sagði Þóra í samtali við Morgunblaðið. Hún sagðist þar ekki vita hvort um sé að ræða ein­stak­linga und­ir lögaldri og ekki held­ur vita hvort áverk­arn­ir væru al­var­leg­ir.

Málið er komið inn á borð miðlægr­ar rann­sókn­ar­deild­ar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fórnarlambið var með meðvitund þegar viðkomandi var fluttur með sjúkrabíl af vettvangi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -