- Auglýsing -
Á ári hverju deyja níu milljón manns af kransæðasjúkdómum en þeir eru algengastir allra sjúkdóma og valda miklu álagi á heilbrigðiskerfið. Á síðunni Heilsumál má finna grein sem fjallar um sláandi niðurstöður viðamikillar rannsóknar sem gerð var af rannsóknarteymi Oxford Nuffield Department of Population Health.
Rannsóknin sem birtist 21. júlí var mjög yfirgripsmikil og er sú stærsta sinnar tegundar. Þátttakendur voru alls 1,4 milljón. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru:
- Hver auka 50 gr. neysla á dag á unnu kjöti (s.s. beikon, skinku og pylsum) benti til aukinnar tíðni kransæðasjúkdóma um 18%.
- Hver auka 50 gr. neysla á dag á óunnu rauðu kjöti (s.s. nautakjöt, lamb og svín) benti til aukinnar tíðni kransæðasjúkdóma um 9%.
- Ekki voru bein tengsl aukinnar neyslu fuglakjöts (s.s. kjúklings og kalkúns) við aukna tíðni kransæðasjúkdóma.
Lesa má greinina í heild sinni hér.
- Auglýsing -