Þriðjudagur 24. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Unnur hellir sér yfir Höllu: „Skeytir engu um sannleikann frekar en þegar hún var í embætti“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Unnur Brá Konráðsdóttir aðstoðarkona Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, lætur í sér heyra. Lætur Höllu Hrund Logadóttur hjá Framsókn heyra það og tekur alfarið fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi unnið gegn því að tryggja orkuöryggi almennings, „hvað þá Suðurnesjamanna er þvílík firra að mann setur hljóðan. Frá því eldhræringar hófust á Reykjanesskaganum hefur gríðarleg vinna átt sér stað til að tryggja orkuöryggi á Suðurnesjum. Við erum betur í stakk búin en áður til að mæta þeim vanda sem skapaðist þegar Njarðvíkurlögnin fór í sundur.“

Hún bætir þessu við:

„Tryggt hefur verið varavatnsból fyrir stóran hluta Suðurnesja í Árnarétt og jarðhitaleit, sem ríkisstjórnin ákvað að fara í að tillögu Guðlaugs Þórs, sem skilaði okkur Rockville borholunni. Holan ætti að komast í notkun strax í upphafi næsta árs og verður þá góð viðbót við jarðhita á Suðurnesjum. Ítarleg kortlagning verkefna og sá lærdómur sem við höfum dregið af eldgosum undanfarinna missera hefur líka skilað sínu. Þannig hefur sú ákvörðun að fergja lagnir með jarðvegslagi til að mynda skilað því að þær eru betur varðar en áður og hefur sú einangrun haldið enn sem komið er, þó hraun hafi runnið yfir Njarðvíkurlínu í þessu gosi.“

Segir einnig:

„Þá hafa verið reistir gríðarmiklir varnargarðar sem er ætlað að verja orkuverið í Svartsengi og tryggja með því orkuöryggi á svæðinu. Vinnunni er þó ekki lokið og þurfa stjórnvöld, ásamt sveitarfélögum og orkufyrirtækjum að halda áfram að bæta orkuöryggi á Suðurnesjum og fylgjast grannt áfram með framvindu mála. Allt stjórnkerfið hefur unnið öllum árum að því að tryggja öryggi á Suðurnesjum. Áður en Halla Hrund ræðast á okkur Sjálfstæðismenn fyrir andstöðu við að tryggja orkuöryggi heimilanna, hefði það verið skynsamlegt að hún ræddi stuttlega við forystufólk Framsóknarflokksins í ríkisstjórn og á þingi. Nýr oddviti Framsóknar í Suðurkjördæmi, heldur því fram að andstaða Sjálfstæðisflokksins í orkuöryggismálum, hafi orðið til þess að hún ákvað að ganga til liðs við Framsóknarflokkinn og hasla sér völl í pólitík. Það hefði verið einnar messu virði fyrir oddvitann að velta því fyrir sér hvers vegna frumvarp um breytingar á raforkulögum til að tryggja raforkuöryggi heimilanna sem Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra lagði fram var ekki afgreitt nú í vor, þrátt fyrir að atvinnuveganefnd hefði afgreitt frumvarpið.“

Unnur Brá segir að „frumvarpið tók nokkrum breytingum í meðförum nefndarinnar – breytingum sem unnar voru í samráði fyrir ráðuneytið, Orkustofnun og aðra hagaðila. Halla Hrund ætti að spyrja forystufólk Framsóknarflokksins hvort andstaða þeirra hafi komið í veg fyrir að frumvarpið náði ekki fram að ganga. Svarið verður ekki sérlega þægilegt ef svarað er af hreinskilni. Að sama skapi ætti oddvitinn að afla sér upplýsinga um hvernig á því standi að ekki hafi verið mælt að nýju fyrir frumvarpinu þegar þing kom saman í haust, ekki síst í ljósi þess hve mikilvægir hagsmunir eru í húfi. Guðlaugur Þór lagði frumvarpið fyrir ríkisstjórn sem afgreiddi það. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins afgreiddi frumvarpið strax enda öllum í þingflokkum ljóst hve málið er mikilvægt. En frumvarpið sat fast í þingflokkum Framsóknar og Vinstri grænna. Þannig var komið í veg fyrir að mælt yrði fyrir máli, sem skiptir heimili og minni fyrirtæki gríðarlega miklu, og tryggja efnislega meðferð þess nú í haust. Kannski að oddvitinn, sem virðist vera búinn að koma sér fyrir í sérhönnuðu glerhýsi, snúi sér að því að gagnrýna félaga sína í Framsóknarflokknum. En kannski blindar bjálkinn sýn.“

- Auglýsing -

Segir einnig:

„Það er með ólíkindum að þessi fyrrum embættismaður hagræði sannleikanum á þennan ómerkilega hátt í tilraun til þess að fegra sjálfa sig gagnvart þjóðinni. Fyrrverandi orkumálastjóri skeytir engu um sannleikann frekar en þegar hún var í embætti. Dæmin eru því miður mörg eins og kom í ljós í fjölmiðlum þegar hún var í forsetaframboði sl. vor. Skýrasta dæmið var þegar hún undirritaði samkomulag fyrir Íslands hönd við skólasystur sína úr Harvard sem var þá ráðherra í argentínsku ríkisstjórninni. Til þess hafði orkumálastjóri ekkert umboð.“

Svo lokaorðin:

- Auglýsing -

„Það sem stóð fyrrum orkumálastjóra helst fyrir þrifum í sínu fyrra embætti var megn andstaða hennar við aukna orkuöflun í landinu og skilnings- eða skeytingarleysi gagnvart hlutverki sínu, lögum og stjórnsýslureglum eins og dæmin sanna. Sú staðhæfing að sjálfstæðismenn hafi staðið á móti nauðsynlegum aðgerðum til að tryggja orkuöryggi, hvort heldur á landinu öllu eða Suðurnesjum, á ekki við rök að styðjast. Ráðherrar og þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa þvert á móti staðið fremst í flokki á þessu sviði. Orkuöryggi hefur verið eitt af lykiláherslumálum flokksins á þessu kjörtímabili og mun vera það áfram.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -