Boris Johnson, forsætisráðherra Brentlands, og barnshafandi unnusta hans, Carrie Symonds eru heilbrigðisstarfsfólki afar þakklátt en Johnson er nú kominn heim til sín eftir að hafa dvalið á St. Thomas-spítalanum í London vegna COVID-19.
Johnson var hætt kominn á tímabili og var fluttur á gjörgæslu á mánudaginn þaðan sem hann var svo útskrifaður á fimmtudagin.
Í ávarpi sem hann sendi frá sér í gær þakkaði hann heilbrigðisfólki Bretlands fyrir vel unnun störf og sendi tveimur hjúkrunarfræðingum sem önnuðust hann á spítalanum sérstakar þakkir. Hann segist eiga þeim líf sitt að launa.
Symonds hefur einnig sent heilbrigðisstarfsfólki sínar bestu þakkir. Í færslu á Twitter segir hún útlitið hafa verið svart á tímabili og segist hugsa hlýlega til þeirra sem eru í sömu stöðu og hún var í þegar unnusti hennar lá á spítala og hún hafði þungar áhyggjur. Hún segist aldrei geta þakkað starfsfólki St. Thomas-spítalans nægilega mikið fyrir.
I cannot thank our magnificent NHS enough. The staff at St Thomas’ Hospital have been incredible. I will never, ever be able to repay you and I will never stop thanking you.
— Carrie Symonds (@carriesymonds) April 12, 2020
There were times last week that were very dark indeed. My heart goes out to all those in similar situations, worried sick about their loved ones.
— Carrie Symonds (@carriesymonds) April 12, 2020
Sjá einnig: Boris Johnson greinist með COVID-19