Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Upp úr sauð á fundi Vöndu hjá knattspyrnudeild Þórs: Móðir Arons Einars fékk engin svör

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, heimsótti á dögunum súpufund íþróttafélagsins Þórs á Akureyri og var tilefnið framboð hennar til stjórnar KSÍ sem fram fer í lok mánaðarins. Fjölmennt var á fundinum en á meðal þeirra sem mættu var móðir Arons Einars Gunnarssonar sem, líkt og fjölmiðlar hafa fjallað um, var tekinn út úr landsliði Íslands í kjölfar ásakana um kynferðisbrot. Móðir Arons, Jóna Emilía Arnórsdóttir, var ein þeirra sem stóð upp og hafði spurningar fyrir formann KSÍ, sem sækist eftir endurkjöri, og snéru þær að syni hennar og hvernig tekið var á hans málum innan stjórnarinnar.

„Þetta var hálfkjánalegt hjá henni Vöndu“

Samkvæmt heimildarmanni Mannlífs, sem var á meðal gesta, segir móður Arons Einars hafa spurt einfaldra spurninga en Vanda hafi ekki viljað svara þeim: „Þetta var hálf kjánalegt hjá henni Vöndu því það eina sem Jóna Emilía vildi fá á hreint var hvort Vanda hafi á sínum tíma hringt í Aron Einar. Vanda vildi ekki svara þessari spurningu. Þeirri næstu var líka ekki svarað en þá spurði móðir Arons Einars hvort hann fengi ekki inn í landsliðið aftur þegar málið gegn syni hennar yrði fellt niður,“ segir heimildarmaðurinn. Það ber að taka fram að móðir Arons Einars sagði „þegar það yrði fellt niður“ en eins og gefur að skilja er ekki vitað hvort það gerist eður ei.

Þegar Vanda vildi ekki svara spurningum Jónu Emilíu þá stóð sú síðarnefnda aftur upp, tók yfirhöfn sína og gekk út af fundinum. Samkvæmt heimildarmanni Mannlífs var það mál manna sem fundinn sóttu að Vanda hafi ekki tekið vel á þessum málum, hvorki máli Arons Einars eða spurningum móður hans. Mótframboð Vöndu er að norðan en það er Sævar Pétursson, formaður knattspyrnudeildar KA, og má segja að einhver hiti sé nú að færast í formannsslaginn.

Aron Einar er sakaður um að hafa nauðgað konu í útlöndum árið 2010 ásamt Eggerti Gunnþóri Jónssyni. Rannsókn lögreglu á hinu meinta kynferðisbroti hófst aftur í október á síðasta ári og þótt langt sé um liðið, eða tæp tólf ár, þá er fyrningartími kynferðisbrota fimmtán ár og því brotið vel innan þess ramma.  Hinn meinti þolandi í málinu tjáði sig á Instagram í maí á síðasta ári og hefur færsla hennar farið víða og birst í fjölmiðlum.

Færslan var svohljóðandi:

„Ég má segja frá, ég má bara ekki nafngreina. Mig langar ekki að burðast með þetta ein í hjartanu, mig langar ekki að hugsa í hvert skipti sem ég fer á meðal fólks: „Ætli þau viti þetta, ætli þau trúi mér“, því það er ógeðslega íþyngjandi og heftandi félagslega.

- Auglýsing -

Ég er alltaf á varðbergi.

Þennan dag var eitthvað tekið frá mér sem ég mun aldrei fá aftur en ég ætla að halda áfram að vinna í mér og skila skömminni, loksins! FOKKIÐ YKKUR!!

Eins og áður segir er málið í rannsókn lögreglu sem ekkert vildi gefa út á framgang rannsóknarinnar þegar Mannlíf hafði samband.

- Auglýsing -

Uppfært: Forsvarsmenn fundarins segja að hann hafi ekki verið beinlínis á vegna Þórs. Þarna hafi verið um að ræða súpufund að frumkvæði nokkurra einstaklinga. Fundurinn var í auglýsingu kynntur sem Súpufundur Íþróttafélagsins Þórs og veitingahússins Greifans

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -