Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Uppáhaldsmyndir Baltasars Kormáks

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leikstjórinn Baltasar Kormákur listar upp sínar uppáhaldsmyndir í samtali við vefsíðuna The Hot Corn.

Í viðtalinu segir hann að fyrsta kvikmyndin sem hann hafi orðið ástfanginn af hafi verið rússneska myndin Come and See.

„Ég féll algjörlega fyrir henni. Ég var tvítugur þegar ég sá hana,” segir Baltasar, en stríðsmyndin Come and See kom út árið 1985. Þá segist Baltasar aldrei þreytast á Godfather-myndunum. Hann segist einnig elska kvikmyndirnar The Witness og Mississippi Burning.

„Ég elska að horfa á þessar myndir aftur og aftur.”

https://www.youtube.com/watch?v=W5QmfT1Zpbc

Aðspurður um tónlist í kvikmyndum heldur Baltasar sérstaklega upp á tónlistina úr kvikmyndinni Nil By Mouth frá árinu 1997 en það var Eric Clapton sem samdi þá tónlist.

- Auglýsing -

Þá er röðin komin að sakbitinni sælu og þá stendur ekki á svörunum hjá leikstjóranum.

„Það væri About a Boy. Ég græt eins og gömul kona þegar Hugh Grant fer upp á svið,” segir Baltasar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -