Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Uppboð á „síðustu klippingunni“ – Allur ágóði rennur til Landspítalans

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hertar reglur um samgöngubann vegna útbreiðslu COVID-19 taka gildi á miðnætti. Öll starfsemi þar sem fólk er í miklu návígi við hvort annað hefur verið bönnuð, svo sem á hárgreiðslustofum og snyrtistofum.

Að því tilefni hefur hárgreiðslumeistarinn Daði Hendricusson og Kompaníið í samstarfi við TeamX sett af stað uppboð þar sem „síðasta klippingin“ er boðin upp. Allur ágóðinn rennur til söfnunarátaksins Stöndum með Landspítala

Daði segir í samtali við Mannlíf að eftirspurnin eftir klippingu sé mikil þessa stundina þar sem hárgreiðslustofum er gert að loka næstu þrjár vikunnar. Hann segir að þá sé um að gera að nýta tækifærið og láta gott af sér leiða.

Þegar þetta er skrifað er upphæðin komin upp í 25.000 krónur. Aðspurður hvort að hann hafi sett sér eitthvað markmið hvað upphæðina varðar segir Daði: „Auðvitað viljum við bara safna sem mestu fyrir þetta málefni.“

Daði segir of lítið talað um söfnunarátakið Stöndum með Landspítala og með þessu framtaki vill hann vekja athygli á því.

Viðkomandi þarf að vera hress

- Auglýsing -

Sá sem á hæsta boð þegar uppboðinu líkur klukkan 16:00 í dag fær klippingu í kvöld klukkan 18.00. Daði tekur fram að allir geti tekið þátt. „Þetta getur verið bæði herra- og dömuklipping. Eða barnaklipping, það skiptir ekki máli. Svo lengi sem viðkomandi er hress og ekki með einkenni.“

Daði viðurkennir að það geti verið óþægilegt að vera í mikilli nánd við fólk á þessum tímum. „Það er pínu óþægilegt, þannig að þetta er skynsamlegt útspil hjá ríkisstjórninni [að láta loka hárgreiðslustofum]. Við höfum gert allt sem við getum gert til að mæta þeim leiðbeiningum sem yfirvöld hafa sett hingað til,“ segir Daði.

Áhugasamir geta tekið þátt í uppboðinu hérna. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -