Miðvikudagur 15. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Uppbygging í Hörgársveit: Heimavist verður að húsnæði

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri í Hörgársveit, undirrituðu á laugardag viljayfirlýsingu um aðkomu stjórnvalda að húsnæðisuppbyggingu í Hörgársveit.

 

Fyrsti þáttur verkefnisins felur í sér að húsnæði að Laugalandi á Þelamörk, sem áður var heimavist fyrir Þelamerkurskóla, verður breytt í hagkvæmt íbúðarhúsnæði. Þannig er gert ráð fyrir að fjölga leiguíbúðum um allt að níu í sveitarfélaginu.

Spennandi kostur að nýta eldra húsnæði

Mikill skortur hefur verið á húsnæði í Hörgársveit um lengri tíma meðal annars vegna nálægðar við Akureyrarbæ, þar sem mikill vöxtur hefur verið undanfarin ár. „Það er spennandi kostur að nýta húsnæði sem fyrir er í sveitarfélaginu til þess að fjölga íbúðum í stað þess að láta það standa óhreyft og byggja nýtt,“ sagði Ásmundur Einar við undirritunina. Kemur þetta fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.

Íbúðalánasjóður veitir þróunarstyrk

Íbúðalánasjóður mun einnig koma að útfærslu verkefnisins og hefur sjóðurinn ákveðið að leggja sveitarfélaginu til þriggja milljóna króna styrk til þróunar þess. Styrkurinn er veittur sem hluti af sérstöku tilraunaverkefni sjóðsins, sem snýr að því að örva húsnæðisuppbyggingu utan suðvesturhorns landsins og bregðast við erfiðu ástandi á húsnæðismarkaði, ekki hvað síst á landsbyggðinni.

- Auglýsing -

„Að undanförnu hefur samskonar verkefnum verið ýtt úr vör víða á landsbyggðinni og eru fleiri í farvatninu. Eftir langvarandi stöðnun þykir mér afar ánægjulegt að fylgja þeim úr hlaði á hverjum stað fyrir sig. Ég hef lagt ríka áherslu á að húsnæðisskortur standi ekki atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni fyrir þrifum og bind vonir við að þessar aðgerðir styrki atvinnulíf hringinn í kringum landið,“ segir Ásmundur Einar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -