Miðvikudagur 15. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Uppljóstrarinn af Klaustri stígur fram

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég er þessi Marvin sem ruggaði bátnum.“ Þetta segir uppljóstrarinn í Klaustursmálinu sem hefur nú stigið fram undir nafni.

Bára Halldórsdóttir, fötluð hinsegin kona, er Marvin, uppljóstrarinn í Klaustursmálinu.

Bára Halldórsdóttir, fötluð hinsegin kona, var stödd á Klaustri þann 20. nóvember og varð þar vitni að miður geðslegum samræðum þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins sem snérust um samstarfsfólk þeirra á þingi. Hún segist hafa orðið sár og varla trúað því sem hún heyrði. „Mér bara brá svo þegar ég heyrði hvernig þingmennirnir töluðu. Satt best að segja trúði ég ekki mínum eigin skilningarvitum. Svo ég byrjaði bara að taka upp, án þess að hugsa það neitt lengra. En því meira sem ég hlustaði, því reiðari varð ég, því þarna voru saman komnir valdamiklir menn að spúa hatri yfir minnihlutahópa á almannavettvangi.

„Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði.“

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hæddust umræddir þingmenn Gunnar Bragi Sveinsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Bergþór Ólason og Anna Kolbrún Árnadóttir úr Miðflokknum, og Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason úr Flokki fólksins sérstaklega að konum, hinsegin fólki og fötluðu fólki á Klaustur Bar, en Bára tilheyrir öllum þremur hópunum, hún er með sjaldgæfan gigtarsjúkdóm og er í sambandi með konu. „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði,“ segir hún um samtölin sem hún varð vitni að umrætt kvöld.

Bára segist vilja óska þess að samtal þingmannanna hefði verið einkasamtal, en þau glumdu um staðinn og hún hafi setið undir þessu. Hún segist ekki vera í nokkrum vafa um réttmæti þess að hafa hljóðritað samtal þingmannanna og komið þeim til fjölmiðla. „Ég held að það hafi verið rétt að upplýsa almenning um það sem þarna fór fram og eftir á að hyggja er ég stolt af því.“

Þetta og fleira kemur fram í ítarlegu viðtali við Báru í Stundinni.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -