Mánudagur 23. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Upplýsingafundi Hvíta hússins lauk skyndilega þegar Trump rauk í burtu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Upplýsingafundur fjölmiðla í Hvíta húsinu endaði skyndilega í gær þegar Donald Trump rauk í burtu eftir að hafa fengið spurning frá blaðamanni CBS News sem honum þótti óþægileg. Eftir að Trump sneri út úr spurningunni og reyndi svo að gefa öðrum blaðamanni orðið árangurslaust gekk hann út.

Spurningin sem kom Trump í opna skjöldu kom frá fréttakonunni Weijia Jiang.

Stór skilti blöstu við blaða- og fréttamönnum á fundinum, á þeim stóð að Bandaríkin séu leiðandi á heimsvísu þegar kemur að skimun fyrir kórónaveirunni. Jiang spurði Trump af hverju hann liti á skimun fyrir kórónaveirunni sem veldur COVID-19 sem samkeppni við önnur lönd þegar Bandaríkjamenn eru enn þá að smitast af COVID-19 og sjúkdómurinn dregur fólk til dauða á hverjum degi.

„Bandaríkin eru leiðandi í skimun á heimsvísu,“ stendur á skiltunum við hlið Trumps. Mynd / EPA

Trump svaraði ekki spurningunni heldur benti henni á að spurja Kína. Hún spurði forsetann af hverju hann væri að benda henni á að spyrja kínversk yfirvöld í stað þess að svara spurningu hennar.

Trump svaraði ekki og reyndi að koma öðrum blaðamanni að, sú tilraun hans gekk ekki og þá strunsaði forsetinn í burtu og þar með var upplýsingafundinum lokið.

Viðbrögð Trump við spurningu Jiang þykja rasísk en Jiang er af asískum uppruna en fædd og uppalin í Vestur-Virginíu í Bandaríkjunum.

- Auglýsing -

Myndband frá BBC af samtali Jiang og Trump má sjá hér fyrir neðan:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -