Laugardagur 18. janúar, 2025
0.5 C
Reykjavik

Uppnám á bílastæði við Costco: Ólafur dæmdur fyrir að sparka í bíl gamalmennis

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég hef verið að reyna að ná í Ólaf, en hann skellir bara á mig. Hann ætlar bara ekkert að gera í þessu,“ segir Hafsteinn Hafsteinsson, eldri borgari og fyrrverandi forstjóri Landhelgisgæslunnar, í Mogganum um samskipti sín við Ólaf Arnarson, pistlahöfund og fyrrverandi formann Neytendasamtakanna.
Þarna er vísað til þess að Ólafur hafi fyrir tæpum þremur árum veist að Hafsteini, sem þá var rúmleg áttræður, vegna deilu um bílastæði við Costco. Hafsteinn skaut bifreið sinni inn í stæðið þegar það losnaði en þá birtist Ólafur, ósáttur og sagði Hafstein hafa tekið bílastæðið af honum þegar hann beið átekta með blikkandi stefnuljós.

„Ég sagðist ekki hafa séð hann en fékk reiðilestur frá honum sem ég vil ekkert hafa eftir. Hann nálgaðist mig mjög ógnandi og sparkaði í afturhurðina á bíl mínum og dældaði hana. Mér fannst ég lítið geta gert og settist inn í bílinn“.

Ungur maður bankaði á gluggann hjá Hafsteini og sagðist hafa orðið vitni að þessu. Hafsteinn hringdi í lögregluna og gaf skýrslu. Dómur féll í málinu í maí 2020 þar sem Ólafi var gert að greiða ríkissjóði 95.000 krónur og allan sakarkostnað málsins, 350.000 krónur. Kröfu Hafsteins um greiðslu viðgerðarkostnaðar á bílnum var vísað frá þar sem gögn þóttu vanreifuð, vegna áætlaðs kostnaðar.

„Svo birtir Fréttablaðið, þar sem Ólafur skrifar pistla, frétt í janúar 2020 þar sem hann segist alsaklaus. En því var ekkert fylgt eftir þegar dómur var felldur. Ég hef rætt þetta við ritstjóra Fréttablaðsins og sent honum þrjú bréf, en þó að hann hafi fullyrt við mig að hann svaraði öllum bréfum þá heyrist ekki múkk frá honum,“ hefur Mogginn eftir Hafsteini.

Morgunblaðið hafði samband við Ólaf, sem nú starfar sem blaðamaður á Fréttablaðinu, en hann vildi hann ekki láta hafa neitt eftir sér í tengslum við málið.

Mannlíf reyndi einnig að heyra í Ólafi en ekki náðist í hann fyrir ritun fréttarinnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -