Mikil umferðarteppa hefur myndast á móts við Álverið í Straumsvík nú í morgunsárið. Að sögn vegfaranda sem staddur var á Reykjanesbrautinni upp úr klukkan átta er bílaröðin nú orðin margir kílómetrar. „Það er fjögurra bíla árekstur þar,“ sagði varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Mannlíf nú í morgun. Bætti hann við að engin slys urðu á fólki við áreksturinn.
Þá þykir ekki ólíklegt að það taki nokkra stund að greiða úr teppunni sem hefur myndast á svæðinu. Töluverð umferð er á Reykjanesbrautinni á þessum tíma dags og ljóst er að margir munu mæta of seint til vinnu.