Þriðjudagur 29. október, 2024
4.2 C
Reykjavik

Uppnám í vél Flugleiða til Minneapolis: Dómari úr Hafnarfirði trylltist og varð flugdólgur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Uppnám varð um borð í vél Flugleiða, FI-653, sem var á leið til Minneapolis þegar dómari við héraðsdóm Reykjaness missti stjórn á sér og veittist að flugfreyjum með ofbeldi. FBI handtók manninn við komuna til Bandaríkjanna og var flugdólgurinn sendur með lögreglufylgd heim til Íslands. DV ræddi við hann eftir heimkomuna. Hann bað um nafnleynd en gerði lítið úr atvikum.

flugfreyjumar voru óþarflega viðkvæmar

„Eftir 11. september gætir mikillar viðkvæmni í flugi. Það hafa ekki færri en fjórir Íslendingar verið sendir heim frá Bandaríkjunum vegna einhvers sem kom upp á í fluginu. Mitt mál er því ekkert einsdæmi,“ sagði hann stuttu eftir heimkomuna.

Dómarinn, sem starfaði í Hafnarfirði, sagðist þó hafa skilning á aðgerðum Flugleiða gagnvart sér enda sé félagið að halda uppi virðingu á alþjóðlegum flugleiðum.
„En hitt er annað mál að flugfreyjumar voru óþarflega viðkvæmar. Ég var bara leiðinlegur fullur maður sem var settur í rangt sæti. Vegna persónulegra mistaka móðgaði ég flugfreyju. Það er fullur Íslendingur í hverri flugvél sem fer til útlanda á vegum Flugleiða svo ég var engin undantekning,“ sagði dómarinn og kvaðst hafa haft þá venju um árabil að
„ferðast fullur“ og hingað til hafl hann sloppið við vandræði.

Atvikin urðu með þeim hætti að dómarinn, sem var á ferðalagi í persónulegum erindagjörðum, varð ósáttur vegna þess að hann fékk ekki að sitja við hlið eiginkonu sinnar. Hann sat í öftustu röð, drakk yfir sig og varð gripinn ölæði. Hann veittist að fólki og sló meðal annars tvær flugfreyjur og að auki þann þriðja úr áhöfninni. Aðra flugfreyjuna sló hann í andiit en hina i handlegg. Árni G. Sigurðsson flugstjóri sem þekkti manninn reyndi að róa flugdólginn. Úr varð að lögreglumaður, sem var í hópi farþega, var settur við aðra hlið hans og fílefldur farþegi við hina hliðina.

FBI mætti á svæðið

Flugdólgurinn róaðist og lofaði bót og betrun þegar hálfur annar timi var eftir af fluginu til Minneapolis. Eftir aö vélin var lent rann aftur æði á hann og bandaríska alríkislögreglan, FBI, kölluð til. Dómarinn drukkni var handtekinn og leiddur í jámum i gegnum hóp ferðafélaga sinna og fangelsaður. Hann svaf úr sér vímuna. Við yfirheyrslu ytra var honum tilkynnt að hann yrði sendur heim til Íslands með næstu flugvél. Að þessu sinni í gæslu þriggja FBI-manna. Flugleiðir þurftu að leggja til fímm sæti til að tryggja heimfór hans því
ásamt lögreglumönnunum þremur ákvað eiginkonan að fylgja manni sínum heim í stað þess að halda áfram ferðalagi sínu ein.

Maðurinn þurfti að greiða kostnaðinn sem hlaust af uppnáminu og að auki fékk hann ekki að fara til Bandaríkjanna næstu árin. Guðjón Amgrímsson, upplýsingafulltrúi Flugleiða, sagði að félagið liti þetta mál alvarlegum augum. Hann sagði að félagið myndi funda með flugliðunum úr umræddu flugi og að farið yfír málið í heild sinni.

 

Við fengum okkur bara nokkra öllara

- Auglýsing -

Eftir því sem næst verður komist er það tannlæknir sem fyrstur hlaut þá „nafnbót“ að vera flugdólgur. Það var um aldamótin. Eftir það hefur orðið komist inn í íslenska tungu og nokkrir einstaklingar hafa fengið það viðurnefni. Tveimur árum áður en dómarinn gerðist dólgur komst tannlæknirinn Ómar Konráðssoní fréttirnar þegar honum var vísað úr vél Flugleiða á leið til Minneapolis. Sá var á ferðalagi með vinkonu sinni og hjónum frá Vestmannaeyjum.  Ómari og vinkonu hans var vísað úr vélinni ásamt manninum frá Eyjum. Þótti framkoma þeirra og drykkja í flugvélinni vera öðrum til ama. Tannlæknirinn þvertók fyrir það að hafa gengið of langt.

„Þetta eru ekkert annað en ofsóknir af hálfu Flugleiða. Við fengum okkur bara nokkra öllara í vélinni eins og gerist og gengur og fyrir bragðið á að banna mér að fljúga um aldur og ævi með Flugleiðum. Ég á þetta ekki skilið,“ sagði hann í samtali við DV á þeim tíma og vildi ekki kannast við meint ólæti. Að vísu hefði Vestmannaeyingurinn reykt eins og strompur í vélinni og slegið flugfreyju en sjálfur hefði hann verið til friðs þrátt fyrir „nokkra öllara.“
Hann sagði vinkonu sína hafa þurft að hreyfa sig í vélinni vegna
æðaþrengsla. „Það þoldu farþegarnir ekki enda voru þetta aðallega vistmenn af
elliheimilinu Grund sem hafa ama af flestu.“

Í viðtalinu sagðist meintur flugdólgur ætla að kæra Flugleiðir því hann hefði orðið fyrir töluverðu fjárhagslegu tjóni vegna atviksins. Töluverð rannsókn áttiu sér stað vegna málsins og um þrjátíu manns voru
yfirheyrðir; þar á meðal áhöfn og einhverjir farþegar. Tannlæknirinn var settur í flugbann og í mars árið á eftir sagði DV frá því að hann yrði að fara sjóleiðina í sumarfríið og
hafði þá þegar bókað sér far með Norrænu til þess að geta heimsótt
dóttur sína erlendis.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -