Starfsmenn verslunar í miðbænum höfðu samband við lögreglu skömmu fyrir klukkan níu í gærkvöldi. Sögðu þau frá því að karlmaður hafi komið inn í verslunina, hrækt og sparkað í innanstokksmuni og látið sig svo hverfa. Lögregla fann manninn skömmu síðar og kom í ljós að hann var ofurölvi og ferðaðist um á stolnu reiðhjóli. Maðurinn var því handtekinn og vistaður í fangaklefa þar til hann verður viðræðuhæfur.
Síðar um nóttina var lögregla kölluð út aftur í sama hverfi. Þar hafði maður veist að fólki og ógnað því en þegar lögregla fann manninn kom í ljós að hann var ofurölvi. Maðurinn var erfiður í samskiptum, neitaði að segja til nafns en er hann einnig grunaður um önnur brot. Löregla handtók því manninn og vistaði hann í fangaklefa.