Tveir Íslendingar eru á gjörgæslu á Gran Canaria eyjunni veikir af Covid-19. Uppnám er meðal þeirra fjömörgu Íslendinga sem búa á eyjunni. Margir þeirra eru lífeyrisþegar í áhættuhópum.
Fyrir tæpri viku síðan var Íslendingur fluttur alvarlega veikur af COVID-19, á gjörgæslu í Las Palmas höfuðborginni á eyjunni kanarísku. Viðkomandi hafði dvalist í um viku á eyjunni þegar hann var fluttur á sjúkrahús. Sá veiki hafði þá verið í talsverðu samneyti við landa sína á Gran Canaria en á henni dvelja margir íslenskir lífeyrisþegar sem kjósa að vera þar af heilsufarsástæðum.
Nú eru tveir Íslendingar á gjörgæslu í Las Palmas vegna Covid-19 og talsvert uppnám meðal Íslendingahópsins sem á eyjunni býr.