Fimmtudagur 28. nóvember, 2024
-5.3 C
Reykjavik

Uppnám vegna Vítalíu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Uppnám er í hluthafahópi Festar eftir að Mannlíf greindi frá því um helgina að Eggert Þór Kristófersson, framkvæmdastjóri félagsins, hafi ekki hætt af sjálfsdáðum eins og Viðskiptablaðið og fleiri fjölmiðlar höfðu haldið fram.

Greint var frá því í fjölmiðlum í gær að Eggert Þór hafi í raun verið rekinn og án þess að stærstu hluthafar félagsins væru látnir vita. Brottreksturinn er rakinn til Þórðar Más Jóhannssonar, fyrrverandi stjórnarformanns félagsins, sem sagði af sér eftir eftir að Vítalía Lazerova steig fram og lýsti því að farið hafi verið yfir mörk hennar þar sem hún var í sumarbústar Þórðar Más. Fjórir naktir karlar voru þar í heitum potti ásamt Vítalíu. Málið komst í hámæli og karlarnir þurftu allir að segja af sér störfum og embættum. Um helgina sagði Vítalía svo frá því i Mannlífi að Eggert Þór hefði veitt sér mikinn stuðning og að Þórður Már hefði brotið gegn henni með grófum hætti.

Lífeyrissjóðir eiga langstærstan hluta félagsins. 12 stærstu hluthafarnir eru úr hópi þeirra. Gildi, lífeuyrissjóður ríkisstarfsmanna og Lífeyrissjóður verslunarmanna fara með um það bil 10 prósent hver.  Stormtré í eigu Hreggviðs Jónssonar, eins fjórmenninganna í pottinum, fer með 1,95 prósent og Brekka retail, í eigu Þórðar Más fer með 1,6 prósent hlut. Í krafti þeirrar lágu prósentu hafa þeir félagar stjórnað félaginu á meðan lífeyrissjóðirnir sitja hjá. Óljóst er hvort lífeyrissjóðirnir grípa inn í atburðarásina í Festi …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -