Mánudagur 28. október, 2024
-0.7 C
Reykjavik

Urðu glimmer ryksugur við tökur á nýju myndbandi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Agnes Marínósdóttir, Regina Lilja Magnúsdóttir og Stefanía Svavarsdóttir keppa í seinni undankeppni Söngvakeppninnar þann 17. febrúar næstkomandi með lagið Svaka stuð, eða Heart Attack.

Stöllurnar gáfu nýverið út myndband við lagið og tilkynntu jafnframt að þær koma fram undir hljómsveitarnafninu Slay. En af hverju Slay?

„Góð spurning! Það tók okkur dágóðan tíma að finna uppá nafni en það er eitthvað við Slay sem er töff og það er reffilegt hvernig maður segir það. Fólk tengir þetta oftast við þungarokk en við erum bara í þungadiskó. Aðallega kemur nafnið frá þættinum Ru Paul’s Dragrace sem er þáttur sem allir verða að sjá,“ segir Agnes.

Hún segir tökur fyrir myndbandið hafa gengið afar vel.

„Við tókum þetta alla leið með vindvél og konfetti úti um allt. Ég held að það sé enn konfetti á tökustaðnum,“ segir Agnes og hlær.

„Við vorum í pallíettukjólum og með krullur og með svakalega flott tökulið, þá Heimi Frey Hlöðversson, Jónmund Gíslason, Guðmund Erlings og Aron Þór Árnason. Algjörir snillingar! Það skemmdi ekki fyrir að hafa tvær grúppíur með, þær Nadiu Tamimi og Ásgerði Ósk Jakobsdóttur. Og Sif Þórisdóttur make-up snilling. Vá, þetta var gott kvöld,“ segir Agnes og bætir við að stemningin á tökustað hafi verið vægast sagt góð.

- Auglýsing -

„Það var fyndið þegar við vorum búin að taka nokkur skot með konfetti og grúppíurnar byrjuðu að henda alls konar rusli framan í okkur. Við vorum orðnar glimmer ryksugur þarna í endann. Takk, stelpur.“

En hvernig er stemmingin í herbúðum Slay fyrir undanúrslitakvöldinu?

„Alveg geggjuð. Við erum svo léttar á því og hoppum í öll verkefni með bros á vör og njótum. Júró njóta núna!“

- Auglýsing -

Texti / Lilja Katrín
[email protected]
Myndir / Úr einkasafni

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -