Laugardagur 4. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Uri Geller um dularfull orkuskot í geimnum : „Tengist geimverugreind sem er miklu betri en okkar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Uri Geller, hinn þekkti sjónhverfinga og sjónvarpsmaður, heldur því fram að dularfullar orkusprengjur sem greinst hafa undanfarið í geimnum, séu í raun geimverur sem séu að undirbúa lendingu á Jörðinni. Hvetur hann NASA til að búa sig undir komu þeirra.

Fréttablaðið segir frá þessu en þetta kemur þó upprunalega fram á vef Indy100.com.

Fyrr í vikunni hafa vísindamenn tekið eftir óvenjulegum orkusprengingum í geimnum en Natashja Hurley-Walker, stjörnufræðingur segir að þetta sé hálf óhugnanlegt enda hefur þetta aldrei sést áður. „Þetta er í raun frekar nálægt okkur, eða í um 4.000 ljósára fjarlægð, sem er í vetrarbrautabakgarðinum okkar.“

Uri Geller segir á Instagram að hann sé ekki í neinum vafa um að geimverurnar séu að undirbúa lendingar á Jörðinni eða „mass landing“ eins og hann kallar það.

„Teymi kortlagði bylgjur í geimnum og hefur uppgötvað að eitthvað óvenjulegt, sem gefur frá sér risastóra orkusprengingu þrisvar sinnum á klukkustund, það er ólíkt öllu sem stjörnufræðingar hafa áður séð. Það er enginn vafi á því í mínum huga að þetta tengist geimverugreind sem er miklu betri en okkar,“ skrifar Geller á Instagram.

Ekki tiltekur hann ástæðuna fyrir því að hann haldi þessu fram en hann kallar sig miðil svo hver veit, kannski hefur hann yfir meiri upplýsingum en margir?

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -