Föstudagur 25. október, 2024
3.2 C
Reykjavik

Utanríkisráðherra um Miðflokkinn „Til hvers í ósköpunum var þetta málþóf eiginlega?!”

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Til hvers í ósköpunum var þetta málþóf eiginlega?!” spyr Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, á Facebook eftir að Miðflokkurinn samþykkti atkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann.

„Eftir að hafa staðið í ræðupúlti Alþingis í vel á annað hundrað klukkustundir hefur Miðflokkurinn samið um að atkvæðagreiðsla um 3. orkupakkann fari fram 2. september,” skrifar Guðlaugur og bætir við: „Miðflokkurinn hefur þar með fallið frá kröfum um málinu verði frestað fram á næsta þing. hann hefur fallið frá kröfum um að Alþingi skipi sérstakan starfshóp til að fara yfir málið að nýju og hann hefur fallist á að ljúka umræðunni á tveimur dögum.”

Miðflokkurinn stóð fyrir málþófum í maí um þriðja orkupakkann sem voru lengstu umræður þingsins. Þá stóðu þær yfir heilu næturnar og flokkurinn lýsti því yfir að umræðan væri að þeirra mati rétt „að komast almennilega á skrið.“ Stefna Miðflokksins virtist vera að stöðva samþykkt þriðja orkupakkans alfarið og ekki var séð fram á að málamiðlun yrði gerð milli flokksins og stjórnarflokkar. Stöðutakan gæti aukið vald stjórnarandstöðunnar.

Samskonar taktík en ríkisstjórnarflokkum í hag er þegar stjórnarmeirihlutinn sveltir þingið stórum og mikilvægum frumvörpum í upphafi þings og fram eftir en dælir svo miklum fjölda verkefna á þingið rétt fyrir lok þess. Þannig skapast tímaþröng og verkefnafjall sem minnkar um leið yfirlestur og dregur úr getu stjórnarandstöðunnar og óbreyttra þingmanna til að grandskoða mál.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -