Sunnudagur 17. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Útbrot reyndist vera sníkjudýr: „Mér var sagt að þetta væri ofnæmi eða sveppasýking“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hin 27 ára Marystella Gomez veitti því litla athygli þegar litlar bólur fóru að birtast á fótlegg hennar eftir ferð á strönd í Kólombíu. Henni hætti þó að lítast á blikuna þegar bólurnar dreyfðu sér ört og fljótt var hún komin með stærðarinnar útbrot. Mikill kláði fylgdi sem hún segir hafa versnað snarlega. Þegar hún leitaði ráða læknis taldi hann útbrotin vera vegna ofnæmis eða sveppasýkingar.

„Ég fór að klóra mér meira og meira í þessu. Mér fannst skrítið að mig klæjaði bara á nóttinni. Þegar ég fór á bráðamóttöku var mér sagt að þetta væri ofnæmi eða sveppasýking og mér gefin lyf sem virkuðu ekki,“ sagði Marystella.

Útbrotin versnuðu áfram þrátt fyrir lyfjagjöf og pantaði Marystella þá tíma hjá húðlækni. „Það var þá sem mér var sagt að þetta væri sníkjudýr.“

Marystella var með krókorma í fætinum en þeir smitast með úrgangi úr gæludýrum. Þegar fólk kemst í snertingu við ormana grafa þeir sig inn í efsta lag húðarinnar. Oftast í gegnum fætur. Þeir skilja eftir útbrot sem eru í laginu eins og örlitlir ormar. „Margir fara með hundana sína á ströndina og taka ekki upp skítinn eftir þá. Einhver stígur eða sest á hann og þá kemst sníkjudýrið í húðina.“

Marystella fékk lyf sem drápu sníkjudýrin en húðlæknirinn sagði ástæðu þess að hana klæjaði á nóttinni vera að þá hafi ormarnir verið að verpa eggjum.

Útbrot Marystellu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -