Mánudagur 25. nóvember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Útgáfu Fjarðarfrétta á prenti hætt: „Undirritaður er óhress með bæjaryfirvöld“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í dag kom í síðasta sinn út prentuð útgáfa af bæjarblaðinu Fjarðarfréttir. Guðni Gíslason, ritstjóri Fjarðarfrétta, er ósáttur við bæjaryfirvöld og segir þau aðeins auglýsa í þeim blöðum sem aldrei gagnrýna bæjaryfirvöld. Hann skrifar leiðara um málið.

„Bæjaryfirvöld hafa kosið þá stefnu að kaupa auglýsingar fyrir tvöfalt hærri upphæð á hvert tölublað í blaði sem gætir þess að segja aldrei gagnrýnisorð um bæjarstjórnina. Bæjaryfirvöld hafa kosið að kaupa frekar auglýsingar og kynningar í utanbæjarblöðum og hika ekki við að kaupa jákvæðar kynningar þar. Bæjaryfirvöld hafa frekar kosið að reka eigin fréttastofu og senda helst aðeins frá sér ritstýrt efni.

„Bæjaryfirvöld hafa kosið að kaupa frekar auglýsingar og kynningar í utanbæjarblöðum og hika ekki við að kaupa jákvæðar kynningar þar.“

Bæjaryfirvöld kjósa að framleiða viðtalsþætti þar sem valdir starfsmenn bæjarins tala hvor við annan. Bæjaryfirvöld kjósa frekar að gefa út eigin blöð og kosta til þess miklu almannafé án þess að tilgangurinn sé ljós,“ skrifar Guðni sem hefur ritstýrt bæjarblaði í Hafnarfirði frá 2001, fyrst Fjarðarpóstinum til 2016 og nú Fjarðarfréttum. Hann segir bæjarblöð vera mikilvægan þátt í menningarlífinu en tekur fram að hafnfirsk bæjaryfirvöld sýni þeim ekki mikinn áhuga.

„Það þarf enginn að fara í grafgötur með það að undirritaður er óhress með bæjaryfirvöld. Ávallt hefur þurft að berjast fyrir auglýsingum frá Hafnarfjarðarbæ og hefur þá ekki skipt hvaða stjórnmálaflokkar eru við völd. En nú keyrir um þverbak.“

Leiðara Guðna má lesa í heild sinni á vef Fjarðarfrétta.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -