- Auglýsing -
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra er ekki undirbúa að setja á útgöngubann vegna COVID-19. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn greindi frá þessu á upplýsingafundi rétt í þessu.
Hann segir ýmsar slúðursögur á flakki núna. Hann biður fólk um að vanda orðaval sitt og vanda sig í öllum samskiptum til að koma í veg fyrir misskilning. „Þá mun okkur ganga betur,“ sagði Víðir.
Alma Möller landlæknir tekur undir og biður fólk um að dreifa ekki kjaftasögum.