„Þessa stundina eru tuttugu manns á lista borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins yfir fólk sem statt er í Úkraínu. Þar af eru tólf íslenskir ríkisborgarar. Hinir hafa náin tengsl við íslenska ríkisborgara (t.d. makar og börn),“ segir í svari frá Utanríkisráðuneytinu við spurningum Mannlífs í morgun.
Spurt var hversu margir Íslendingar væru nú staddir í Úkraínu en sagði Sveinn H. Guðmarsson, deildarstjóri upplýsinga- og greiningardeild Utanríkisráðuneytisins að ekki væri útilokað að fleiri Íslendingar væru staddir á svæðinu. Þá hafi þeir ekki haft samband við borgaraþjónustuna en talið er að innrás Rússa inn í Úkraínu sé hafin.
Sajid Javid, heilbrigðisráðherra Bretlands sagði í viðtali við Sky news að myrkur dagur væri í Evrópu í dag og að skriðdrekar og hermenn Rússa hefðu þegar verið sendir inn í Úkraínu.