Þegar víetnamska stúlkan Nguyen Thi Van var 16 ára, árið 1992, lenti hún í rifrildi við foreldra sína vegna útivistartíma ens og algengt er með unglinga. Foreldrar hennar urðu svo reiðir að þeir vísuðu henni á dyr og læstu á eftir henni.
Nguuyen var ekki viss um hvert hún ættti að fara svo hún fór á karíókíbar nálægt heimilinu þar sem vinahópurinn hittist öðru hvoru. Þar hitti hún eldri konu sem bauð henni far heim. Hvort henni voru byrluð lyf eða ekki vitað en hún vaknaði í Kína, ásamt þremur vinkonum sínum.
Þar voru þær seldar kínverskum karlmönunnum á sjötugsaldri í hjónabönd og í 22 ár bjó Nguuyen í Kína, einmana og óhamingjusöm með háöldruðum eiginmanni.
Eftir allann þennan tíma fékk hún meira en nóg og mútaði langferðabílstjóra til að keyra sig aftur heim til Víetnam.
Foreldrar hennar fengu nett áfall við að sjá dóttur sína enda höfðu þau ásakað sjálf sig í rúma tvo áratugi fyrir hvarf hennar.
Nguuyen fyrirgaf foreldrum sínum og lifir rólegu lífi í Víetnam í dag.