Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

„Útkoman verður stundum súrrealísk“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Myndlistarkonan Helga Páley Friðþjófsdóttir opnaði sýninguna Innan girðingar í Ásmundarsal um helgina. „Þetta eru allt tvívíð verk, málverk á plötu og verk sem eru skorin út í við. Hress og kaótísk verk í bland við minimalísk verk,“ segir Helga þegar hún er spurð út í hvernig verk hún sýnir.

 

Sýning Helgu er hluti af sýningaseríunni Í Kring, verk sýningarinnar hanga uppi á þremur stöðum, þ.e. á Reykjavík Roasters á Kárastíg 1, í Brautarholti 2 og á Ásmundarsal.

„Hugmyndin að sýningunni kom út frá byggingarsvæðum. Ég hjóla fram hjá nokkrum á leið upp á vinnustofuna mína og finnst gaman að sjá allt byggingarefnið sem er notað. Fyrir mér hafa þessi plaströr og stálbitar engan augljósan tilgang, ólíkt því þegar þú gengur um hverfið þitt þar sem þú rekst t.d. á bekki og sólpalla og allt er einhvern veginn fullmótað,“ segir Helga.

Myndlistarkonan Helga Páley opnaði sýninguna Innan girðingar um helgina.

„Þessi svæði gefa einskonar leyfi fyrir óreiðu og eru millibilsástand fyrir eitthvað varanlegt. Allt ferlið á bak við það að byggja hús er eftir ströngustu verkreglum enn fyrir utanaðkomandi er þetta ekki eins skýrt.“

Byggingarsvæði hafa lengi heillað Helgu. „Þegar ég var krakki þá voru byggingarsvæði mest spennandi leikvöllurinn. Þá gaf maður hlutum nýjan tilgang. Með þessari sýningu er ég að leika mér með þessi form og efni og leyfi mér að skálda og leika mér með þau. Útkoman verður stundum súrrealísk.“

„Í staðinn fyrir að nota byggingarefnið til að byggja hús fór ég að stafla þeim upp í píramída og búa til skúlptúra.“

„Þetta eru allt tvívíð verk, málverk á plötu og verk sem eru skorin út í við.“

Aðspurð hvaðan innblásturinn kemur segir Helga: „Frá svo mörgu, þarf ekki að vera merkilegt stundum er það einhver litur eða áferð sem kitlar mann og getur verið kveikjan að næstu mynd. Um daginn var ég að vinna á Illustrator sem mér fannst mjög frústrerandi því þar þarf maður að hugsa meira í formum enn línum. Ég varð að vinna innan einhverra takmarkanna frá því sem maður kann og finna nýjar leiðir að lokaútkomunni,“ útskýrir Helga.

- Auglýsing -

Hún tekur þá innblásturinn að sýningunni Innan girðingar sem dæmi:

„Þegar ég var að vinna í Illustrator var það skemmtilegasta sem ég gerði að búa til einn hlut og stafla honum ofan á annan, gera þannig eitthvað mjög heimskulegt en svo fullnægjandi. Þetta yfirfærðist svo í verkin á sýningunni því þar fór ég að stafla formum ofan á hvort annað. Í staðinn fyrir að nota byggingarefnið til að byggja hús fór ég að stafla þeim upp í píramída og búa til skúlptúra.“

Mynd / Aðsend

Áttu þér uppáhaldsverk á sýningunni?

- Auglýsing -

„Haugurinn með derhúfuna. Þetta er abstrakt verk, en með því að setja derhúfu inn á það tekur það einhvern veginn alvarleikann af því og gerir það hressara. Enn annars er það oftast nýjasta verkið sem er í uppáhaldi, því þá hugsar maður já, þetta er að koma og það heldur manni spenntum fyrir framhaldinu.“

Verk Helgu sem hanga á Reykjavík Roasters í Brautarholti.

Helga Páley verður með leiðsögn og spjall um sýninguna á föstudaginn, 15. nóvember, klukkan 17:00 í Brautarholti 2.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -