Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Indverskum sýnanda á Icefish 2022 bannað að koma: „Ekki að hjálpa til við að skapa betra traust“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Útlendingastofnun hefur hafnað erlendum sýnanda á sjávarúvegssýningunni Icefish 2022 um vegabréfsáritun.

Samkvæmt heimildum Mannlífs hefur starfsmönnum í Indversku fyrirtæki verið meinað um vegabréfsáritun. Unnið hefur verið að undirbúningi Icefish frá 2017 og verður hún haldin daganna 8. til 10. júní næstkomandi. Indverska fyrirtækið er með bókaðan bás á sýningunni, hefur greitt fyrir þátttökuna og er búið að kaupa flugmiða fyrir fjóra starfsmenn til að setja upp og vera á básnum, sem og bóka hótel fyrir mannskapinn.

Fyrirtækið byrjaði vegabréfsáritunarferlið hjá Útlendingastofnun í febrúar 2022 og ætlaði sér að fljúga í dag, 5. júní til Íslands og setja upp sinn bás. Þann 3. júní fá þeir tilkynningu frá Útlendingastofnun um að umsókninni þeirra hafi verið hafnað, tveimur dögum fyrir flugið. Eina ástæðan sem gefin er upp hjá Útlendingastofnun er að það leiki vafi á um réttmæti umsóknarinnar. Það er þrátt fyrir að Útlendingastofnun óskaði eftir og fékk staðfestingu þess efnis að fyrirtækið væri skráð á Icefish 2022, búið að greiða fyrir þátttöku sína og hefði verið viðskiptavinur Icefish 2022 frá árinu 2018.

Icefish sýningin er alþjóðleg sýning sem hefur verið haldin hér á landi frá árinu 1984. Á sýningunni verða um 200 fyrirtæki og er um 40% af þeim erlendir sýnendur sem koma víðsvegar að utan Íslands til stunda viðskipti.

Samkvæmt Ómari Má Jónssyni hjá Icefish er þetta í fyrsta skipti sem slíkt gerist í sögu sýningarinnar að sýnanda er hafnað inn í landið til að taka þátt í að skapa og efla sín viðskiptatengsl á íslenskri grundu.

„Þetta er bagalegt þar sem mikil vinna hefur farið í að byggja upp sýninguna með sýnendum og þetta er ekki að hjálpa til við að skapa betra traust og trúverðugleika til að eiga viðskipti á Íslandi við íslensk fyrirtæki,“ sagði Ómar í samtali við Mannlíf.

- Auglýsing -

Bætti hann því við að vekja þurfi athygli á stöðunni og „hvort við séum í raun farin að þrengja að eðlilegum viðskiptasamböndum milli landa vegna Schengen-samstarfsins, eða hvort Útlendingastofnun sé að fara fram úr sér að túlka Schengen samstarfið.“

Ekki náðist í Útlendingastofnun í dag vegna helgarlokunar.

Hér má sjá höfnun Útlendingastofnunar:

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -