Föstudagur 27. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Útlendingar gera lítið úr skjálftunum: „Ætli ég finni þessa skjálfta þegar ég verð ríkisborgari?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Útlendingar sem búsettir eru hérlendis kipptu sér mismikið upp við skjálftahringuna sem varð í morgun. Sumum var brugðið á meðan aðrir gera lítið úr þessum skjálftum og ótta þjóðarinnar.

Umræðu um skjálftahrinuna má finna inni í kvörtunahópi útlendinga á Facebook, Away from home, complaining about Iceland. Það er Davíð sem stofnar til umræðunnar þar og beinir þræði sínum að einum að umsjónarmönnum síðunnar:

„Allt í lagi, Ian. Þú hlýtur að hafa loksins fundið fyrir jarðskjálfta og getur hætt að kvarta undan því að finna aldrei fyrr þeim.“

Éins og sjá má voru skjálftarnir fjölmargir í morgun og áttu upptök sín víða.

Ian umsjónarmaður svarar því til að hann hafi á þeim fimm árum sem hann hefur búið hérlendis enn ekki fundið fyrir skjálftum. „5 ár, engir jarðskjálftar. Og ég er enn að telja. Þetta eru ekkert annað sem smá andskotans hristingur. Jörðin hreyfðist ekkert fyrir mér og þetta er farið að verða kjánalegt. Ég velti fyrir mér hvort ég fari mögulega að finna fyrir þeim þegar ég verð orðinn íslenskur ríkisborgari? Kannski er það forsendan,“ segir Ian.

Mikael á á svipaðri skoðun. „Ég verð líka að kvarta, fann ekki fyrir nokkrum sköpuðum hlut meðan ég var á ferðinni. Er hægt að endurtaka þetta svo ég geti kannski fundið eitthvað?,“ spyr Mikael.

Ian síðustjórnandi er síðar spurður hvar hann hafi verið staðsettur þegar stóru skjálftanir hafi riðið yfir. Hann svara: „Í Árbæ. Fólkið í vinnunni komu til mín æst og sögðu mér að jörðin væri að farast. Og ég fann ekki fyrir neinu!,“ segir Ian.

- Auglýsing -

Í útlendingahópnum er hins vegar nokkrir sem ekki gera jafnlítið úr skjálftunum og aðrir. Klara er ein þeirra. „Ég myndi glöð vilja skipta við ykkur og ekki finna fyrir neinu. Ég datt hins vegar næstum úr rúminu og braut næstum fartölvuna,“ segir Klara.

Og því er Jónína sammála. „Þið hljótið að vera að grínast með að hafa ekki fundið fyrir neinu. Frá og með þessari stundu verður þetta ekki fyndið lengur,“ segir Jónína.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -