Bíl var ekið á móti umferð við Hringbraut í Reykjavík rétt í þessu eftir að ökumaður bifreiðar keyrði niður grindverk sem skilur að akstursstefnur og hafnaði á gagnstæðum vegarhelmingi. Þar komu svo bílar akandi með þeim afleiðingum að árekstur varð. Sem betur fer sakaði engan í slysinu.
Í bílnum voru fjórir að því er virtist fjórir erlendir ferðamenn. Nokkur umferðarteppa myndaðist í kjölfarið, en vel gekk að leysa þann hnút þannig að umferðin komst aftur í eðlilegt horf.
Ljósmyndari Mannlífs var á svæðinu og tók þessar myndir.