Laugardagur 4. janúar, 2025
-9.2 C
Reykjavik

Útlendingar reiðast Kára og saka um útlendingahatur: „Það ætti að refsa honum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ummæli Kára Stefánssonar um að stórt hlutfall af COVID-19 sýkingum sem greindust við landamærin séu meðal fólks sem þarf að ferðast til og frá Íslandi til að viðhalda rétti sínum til atvinnuleysisbóta, hafa farið misjafnlega í útlendinga búsetta á Íslandi.

„Mjög stór hundraðshluti þeirra sem koma hingað sýkt­ir koma frá Aust­ur-Evr­ópu. Býsna stór hundraðshluti þeirra hef­ur bú­setu á Íslandi, en eru nú at­vinnu­laus­ir og koma hingað til þess að fá at­vinnu­leys­is­bæt­ur með reglu­legu milli­bili, og fara síðan heim til sín,“ segir Kári.

„Ástæðan fyr­ir því að það er erfitt að tala um þetta er sú að það er svo stutt milli þess að segja þetta, og ein­hvers kon­ar út­lend­inga­andúðar, sem er óá­sætt­an­leg,“ sagði Kári jafnframt.

Í fjölmennum hópi útlendinga á Facebook, sem hér eru búsetttir, er harðlega skipst á skoðunum. Sumir eru reiðir. Einn segir:

„Þessi yfirlýsing er huglæg, full af útlendingahatri og það ætti að refsa honum.“ 

Mun fleiri sýna þó Kára meiri skilning.

„Þetta er ekki alhæfing bara hreinræktuð tölfræði. Það sem mér finnst sláandi er að fólk skuli vera að ferðast, án þessa að virkilega neyðast til þess, á meðan versti faraldur í nútímasögu gengur yfir. Og setja þar með aðra í hættu.“

- Auglýsing -

„Þetta þarft ekki að snúast upp í útlendingahatur. Með tækni sem stendur til boða ætti fólk að geta sinnt því sem það þarf í gegnum Internetið.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -