Jóni Má Ásbjörnssyni, tónlistar- og útvarpsmanni, hefur verið sagt upp störfum í kjölfar ásakana um ofbeldi. Þetta staðfesti Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri miðla hjá Sýn, í samtali við mbl.is. Jón er einnig söngvari í hljómsveitinni Une Misère.
Jón Már hefur verið í umræðunni á Twitter þar sem konur saka hann um andlegt og líkamlegt ofbeldi og kalla hann „hrotta“
„Ég verð á X-inu eins lengi og þeir leyfa mér og sem betur fer skilst mér á Ómari dagskrárstjóra að áhuginn sé gagnkvæmur“ sagði Jón í viðtali við Morgunblaðið árið 2020. Hann talar um slag sinn við fíkniefni en hann var í harðri dagneyslu fram til ársins 2016.
Jóni Má var tilkynntur brottreksturinn á fimmtudaginn.
Hann svaraði ekki skilaboðum Mannlífs.