- Auglýsing -
Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að útvíkka enn frekar hááhættusvæðin vegna COVID-19.
Frá og með fimmtudeginum 19. mars er Íslendingum og öðrum með búsetu á Íslandi og koma til landsins skylt að fara í tveggja vikna sóttkví án tillits til hvaðan þeir eru að koma.
Undanþegnir þessu er flugáhafnir og áhafnir flutningaskipa.
Hér má finna nánari upplýsingar um framkvæmd sóttkvíar.