María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp ljærmáls á því að „í kvöldfréttum RÚV í gær var umfjöllun um skelfilega hnífstunguárás á menningarnótt en komið hefur í ljós (ma annars á Vísi) að árásarmaðurinn(barnið) lagði til fórnarlamba sinna af því er virðist nokkuð yfirlögðu ráði.“
Hún bætir því við að „af þessu eru fjölmörg vitni en samt sem áður var innslagið á RÚV klippt með þeim hætti að skilja mætti að árásin hefði verið í sjálfsvörn. Að lokinni yfirferð um árásina var viðtal við lögreglustjóra sem ræddi almennt um hnífaárásir þar sem hann sagði að börn væru með hnífa til að verja sig því þau væru svo hrædd, en það væri ekki ætlun þeirra að beita þeim.“
María Lilja bendir á að „þetta hefur vissulega komið fram í rannsóknum og má svosem alveg ræða utan þessa máls en ég hef persónulega aldrei vitað til þess að farið sé í sérstakar greiningar á ofbeldismenningu eða líðan gerenda almennt vegna einstakra líkamsárása áður. Afhverju núna?“
Hún er ekki sátt við þennan fréttaflutning:
„Án þess að leggja mikið á sig mátti alveg skilja fréttaflutning með þeim hætti að hér hafi verið um sjálfsvörn að ræða þegar svo var ekki. Þar sem algóið á internetinu mínu er sennilega ákveðinn bergmálshellir langar mig að vita hvort að tilfinning annarra sé sú sama og mín og vina minna og spyr:
Væri umfjöllunin sett upp með sama hætti ef gerandi væri ekki hvítur íslenskur strákur og (einn) þolandinn hælisleitandi frá Palestínu?“