Lögreglan náði með nokkru snarræði að handtaka þrjá dularfulla menn sem voru í leyfisleysi á lokuðu hafnarsvæði um miðja nótt. Þremenningarnir voru handteknir og læstir inni í fangaklefum. Þeir eru grunaðir um húsbrot og verða yfirheyrðir í morgunsárið.
Húsbrotið á hafnarsvæðinu var stærsta mál lögreglunnar sem átti náðuga tíma í nótt. Annað mál var að maður í annarlegu ástandi var handtekinn á hóteli í austurborginni. Sá er grunaður um eignaspjöll og vörslu fíkniefna. Maðurinn var, líkt og þreminngarnir, settur í fangageymslu þar sem hann býður þess að verða yfirheyrður.