Mánudagur 18. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Vaknaði við að ókunnugur maður stóð yfir honum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Í nótt vaknaði ég við að ókunnur maður stóð inni í svefnherberginu mínu,“ skrifar þingmaðurinn Kolbeinn Óttarsson Proppé í Facebook-færslu í dag.

Kolbeinn lýsir viðbrögðum sínum í færslunni. Hann segir að sín fyrstu viðbrögð hafi verið að rjúka upp úr rúminu og reyna að sjá hvort viðkomandi væri einhver sem hann þekkir en svo var ekki. „Ekki datt mér nú í hug í fátinu að kveikja ljósið. Venjulega býð ég gesti velkomna, en einhvern veginn fannst mér þessar aðstæður ekki kalla á slíkt, heldur þreif ég til hans og ýtti honum út úr herberginu, fram stofuna, niður stigann og út.“

Kolbeinn segir ókunnuga manninn hafa beðið Kolbein um að ræða málin. „Hann muldrar eitthvað um hrun og grípur um pyngjuna; þessar ljóðlínur Megasar komu upp í hugann. Mér fannst aðstæðurnar ekki bjóða upp á djúpar samræður, hann klæddur, ég alls ekki, hann nýkominn af djammi, ég nývaknaður. Þegar út var komið vildi hann halda spjalli áfram, það væri fólk sem ætti erfitt með að komast inn í húsið við hliðina. Vissulega mátti heyra barsmíðar berast þaðan þar sem bankað var á hurð, en ég taldi meira um vert að fá upp úr honum hvernig hann komst inn til mín. Um það vildi hann fátt segja, annað en að lífið væri flókið.“

Í færslu sinni segir Kolbeinn að hann hafi verið ringlaður og áttað sig seinna á að maðurinn kom inn um svalahurðina.

„Í morgun blasti vettvangurinn við; sporin eftir hann á svölunum, merkjanleg för eftir blauta skó að rúminu mínu. Þetta vekur upp í mér rannsakandann og helst vil ég fara að taka gifsmót af förunum í snjónum og verða mér út um smásjá. Tilgangurinn er þó óljós. Ég vona bara að aumingja maðurinn hafi komist þangað sem hann ætlaði sér eftir að okkar fundum lauk,“ skrifar Kolbeinn.

Færsluna hans má sjá hér fyrir neðan ásamt mynd sem hann tók af sporum mannsins í snjónum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -