Írska söngkonan RuthAnne er ein fjölmargra kvenna sem glíma við sjúkdóminn endómetríósa, en söngkonan steig fram í viðtali í heimalandi sínu fyrir nokkrum mánuðum og sagði frá að hún hefði verið greind með sjúkdóminn.
Í viðtalinu sagði hún frá hversu mikil áhrif sjúkdómurinn hefði haft á líkamlega heilsu hennar, og hvernig það að lifa með stöðuga líkamlega verki hefði einnig haft mikil áhrif á andlega heilsu hennar. Þrátt fyrir viðtalið og orð RuthAnne og annarra kvenna sem sagt hafa frá sjúkdóminum getur verið erfitt fyrir aðra að gera sér í hugarlund hvaða áhrif hann hefur, en talið er að um 10% stúlkna og kvenna séu með sjúkdóminn, einnig er þekkt að transkarlar og kynsegin fólk sé með sjúkdóminn
Til að vekja athygli á sjúkdómnum og áhrifum hans ákvað RuthAnne því að fá vinkonu sína, förðunarfræðinginn Jemmu Louise, til að sýna það með líkamsmálningu hvaða áhrif sjúkdómurinn hefur á líkamann.
Kviður RuthAnne er málaður blæðandi og marinn og vafinn í gaddavír, ásamt orðunum: uppblásinn, ófrjósemi, bruni, sársauki, þreyta og ör.
Á heimasíðu Samtaka um endómetríósu má finna allar upplýsingar um sjúkdóminn og á heimasíðunni má meðal annars sjá að algeng einkenni endómetríósu eru:
Sársauki í kviðarholi
Mikill sársauki við blæðingar
Sársauki fyrir blæðingar
Langar blæðingar
Miklar og/eða óreglulegar blæðingar
Brún útferð fyrir og eftir blæðingar
Milliblæðingar
Sársauki við egglos
Verkir í mjóbaki eða niður eftir fæti við blæðingar/egglos
Verkir í kviðarholi milli blæðinga
Verkir við eða eftir kynlíf
Verkir tengdir þvagblöðru
Verkir tangdir ristli og þörmum
Hægðatregða og/eða niðurgangur
Uppblásinn magi
Ógleði og/eða uppköst
Erfiðleikar við að verða barnshafandi
Ófrjósemi
Síþreyta
Stundum eru einstaklingar einkennalausir/einkennalitlir og greinast fyrst þegar um önnur heilsuvandamál er að ræða, t.d. ófrjósemi.