Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

„Vakti með mér gleði, sorg og reiði“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þær bækur sem höfðu mest áhrif á Steinunni Stefánsdóttur.

Steinunn Stefánsdóttir, þýðandi, blaðamaður og einn höfunda bókarinnar Þjáningarfrelsið – Óreiða hugsjóna og hagsmuna í heimi fjölmiðla, er mikill fagurkeri og unnandi góðra bókmennta. Mannlíf kom því ekki að tómum kofa þegar það fór þess á leit við Steinunni að hún nefndi bækurnar sem hafa haft mest áhrif á hana.

Sjálfstætt fólk

„Ég nefni þá bók vegna þess að ég hef lesið hana oftast af öllum bókum. Ég er alls ekki týpan sem les uppáhaldsbókina einu sinni á ári, þvert á móti finnst mér ég eiga svo margt ólesið að ég geti alls ekki eytt tíma í svoleiðis. Sjálfstætt fólk las ég oft vegna þess að ég kenndi hana í Kvennaskólanum tvo vetur fyrir mörgum árum og las bókina líklega fimm eða sex sinnum á því tímabili. Sagan vakti með mér gleði, sorg og reiði, til skiptis eða allt í senn, og alltaf átti ég jafnerfitt með að fara í gegnum kennslustundina með sögulokunum ógrátandi.“

Rigning í nóvember

„Auður Ava Ólafsdóttir er einn af mínum uppáhaldshöfundum. Rigning í nóvember og Afleggjarinn eru í mínum huga systurbækur og ég á erfitt með að gera upp á milli þeirra. Í báðum er bæði ytra og innra ferðalag sem fléttast saman og gengur upp í magnaðri lestrarupplifun en einhvern veginn situr Rigning í nóvember enn fastar í mér en Aflegggjarinn.“

de

- Auglýsing -

„Þessi bók er eftir danska rithöfundinn Helle Helle og á það sameiginlegt með Auði Övu í mínu lífi að ég bíð eftir bókum þeirra. Þetta er nýjasta bók hennar og kom út á þessu ári. Helle Helle er afar mínímalískur höfundur, skrifar sögur sem eru hægar og fágaðar á yfirborðinu en undir niðri ólgar svo miklu meiri saga en sú sem sögð er. Bækur Helle Helle sem ég hef lesið fyrir mörgum árum eru enn lifandi hluti af lífi mínu en ég ætla samt að nefna þessa síðustu, de, því ég er ekki frá því að mér finnist að í henni gangi einhvern veginn allt upp.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -