Fimmtudagur 14. nóvember, 2024
8.6 C
Reykjavik

Vala hleypur hálfmaraþon fyrir Votlendissjóð: „Jörðin er veik“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leikkonan Vala Kristín Eiríksdóttir ætlar að hlaupa 21 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu og safna áheitum fyrir Votlendissjóð. Vala segir frá þessu í langri færslu á Facebook og líkir þar ástandi jarðarinnar við veikindi ástvins.

 

„Ef við eigum ástvin sem er lífshættulega veikur, þá viljum við vita hvernig veikindin haga sér, hvers eðlis þau eru og hvað er hægt að gera. Við upplifum hræðslu og vanmáttartilfinningu en svo hysjum við upp um okkur og gerum það sem gera þarf, sama hversu svart útlitið er. Jafnvel í allra verstu tilvikum sem engin ein manneskja getur leyst gerum við það pínulitla sem við þó getum til að lengja lífið eða gera það skörinni betra. Vegna þess að við veljum að halda í vonina. Við missum vonina, reiðumst, óttumst, jafnvel panikkum en þegar tilfinningarússíbaninn klárast þá tökum við vonina aftur upp þar sem við skildum hana eftir og höldum áfram, alveg þar til yfir lýkur.

Ég held að umræðan um hlýnun jarðar gæti verið miklu gagnlegri ef við hugsum okkur sem aðstandendur jarðarinnar og jörðin er veik,“ skrifar hún meðal annars og minnir á að það sé ekki gagnlegt að kenna öðrum um ástandið, skammast sín fyrir ástandið eða fara í afneitun.

Vala segir að það sé til einföld, ódýr, fjótvirk leið til að bæta ástandið og draga úr kolefnislosun á Íslandi, sú leið snýst um að fulla upp í skurði.

„Það má hugsa þessa skurði eins og blæðandi sár. Frá þessum skurðum sem spanna ótrúlegt flatarmál gubbast út kolefni í magni sem er margfalt á við kolefnislosun alls bílaflota Íslands.“

Vala hvetur fólk til að kynna sér málið. „Horfumst í augu við þetta, gerum það sem við getum, hversu stórt eða smátt, peppum hvort annað, munum að velja gleðina og vonina og höldum í hvoru tveggja svo lengi sem við lifum.“

- Auglýsing -

Hægt er að leggja Völu lið hérna.

Færslu Völu má lesa í heild sinni hérna:

PEPP-PÓSTUR!! Lesið í gegn fyrir aðalpeppið! Hugleiðing um aðstandendur. Hræðslu, afneitun, að varpa frá sér ábyrgð,…

Posted by Vala Kristin Eiriksdottir on Föstudagur, 2. ágúst 2019

- Auglýsing -

Mynd / Hákon Davíð

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -