Föstudagur 13. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Valgerður yfirlæknir: „Höfum sýnt í verki að við lítum á fíknsjúkdóm sem heilsufarsvandamál“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tolli Morthens er með sterkar skoðanir á lögleiðingu vímuefna – vill lögleiða þau, og er andstæðingur þeirrar refsi­menn­ing­ar sem hann telur að við Íslendingar búum við; tel­ur bata­menn­ingu vera einu réttu leiðina til að búa fanga und­ir betra líf þegar afplán­un þeirra lýkur, eins og kom fram í grein á mannlif.is í gær, og má lesa hér:

Tolli vill lögleiða fíkniefni – næstu kyn­slóðir for­dæma framkomu okkar við fólk með fíknisjúkdóma

 

Mannlíf leitaði viðbragða við orðum Tolla hjá Valgerði Á. Rúnarsdóttur, sem er sérmenntuð á sviði lyflækninga og fíknlækninga og hefur starfað sem sérfræðilæknir og yfirlæknir á Sjúkrahúsinu Vogi í rúm nítján ár; er öllum hnútum kunnug í starfsemi SÁÁ.

Mannlíf spurði Valgerði: Ertu sammála eða ósammála orðum Tolla í greininni?

„Ég vil nefna nokkra punkta, því þetta er stórskemmtilegt umræðuefni; í mínum huga er ekki bara eitthvað með eða á móti varðandi þetta umræðuefni,“ segir Valgerður og á þar við umræðu sem hefur verið nokkuð hávær og áberandi í íslensku samfélagi í langan tíma; hvort lögleiða eigi fíkniefni eða ekki og hvort við Íslendingar séum að beita refsimenningu hvað varðar neyslu á ólöglegum vímuefnum of mikið:

- Auglýsing -

Hún bætir við:

„Við hér á Íslandi erum með stærstu fíknivandamálin vegna löglegra vímu- og fíkniefna,“ og á þar við hið löglega eiturlyf áfengi og lyfseðilsskyld lyf:

„Það dugar sem sagt ekki til að leysa vandann og við Íslendingar fangelsum líka færri en flestar aðrar þjóðir.“

- Auglýsing -

Valgerður segir að „fólk sem glímir við fíknsjúkdóm á Íslandi hefur gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu á öllum stigum og almennt viðhorf er það, að hægt sé að leita meðferðar vegna fíknar, sem er ekki endilega viðhorfið annars staðar í heiminum.“

Hún bætir við „að skilningur á orðunum er ekki alltaf sameiginlegur hjá þeim sem fjalla um málið; afglæpavæðing, ekki refsivert, lögleiðing, löglegt, leyfilegt, og þar fram eftir götunum.“

Að mati Valgerðar hvað varðar aðgengi þá „skiptir það mjög miklu máli fyrir stærsta hópinn. Viðhorf hefur mikil áhrif og er hluti af aðgengi; lög og reglur hafa áhrif á viðhorf.“

Og þá þurfa „lögleg efni regluverk og umgjörð; staðla; viðmið og fleira.“

Valgerður segir að lokum að „við Íslendingar getum gert miklu betur og sýnt það enn meira í verki að við hér á þessu litla landi lítum á fíknsjúkdóm sem heilsufarsvandamál sem á að meðhöndla sem slíkt.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -