Valsmenn fögnuðu í gærkvöld sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í karlakörfunni síðan árið 1983, eftir sigur á Tindastól í oddaleik.
Egill Helgason fjölmiðlamaður varpaði sprengju sem tengist Valsmönnum og meintu ríkidæmi þeirra:
„Mér finnst það ekki smart hvernig Valur í skjóli auðs er að kaupa íþróttamenn í stórum stíl. Og ekki bara af því ég er fúll KR-ingur, í félagi sem ekki getur spilað þennan leik, heldur er þetta vont fyrir íþróttahreyfinguna.“
Einn stjórnarmaður körfuknattleiksdeildar Vals, Grímur Atlason, er stjórnarmaður í körfuknattleiksdeild Vals, og hann var ósáttur við skrif Egils:
„Hvaða rugl er þetta í þér maður? Veistu eitthvað um rekstur körfuboltaliða í dag? Veistu hvað ég og fjöldi annarra sjálfboðaliða leggjum á okkur til þess að reka deildina í Val? Þannig er þetta í öllum liðum. Gríðarlega dýr rekstur flestra liða í efstu deild,“ segir Grímur og heldur áfram:
„Njarðvík, Stjarnan, Tindastólll, Keflavík, ÍR, Grindavík, Þór Þorlákshöfn og já KR: þessi lið eru öll með 3-6 100% atvinnumenn. Óþolandi þessi mantra um að Valur sé öðruvísi en hin liðin í þessu efnum. Vissi ekki að þú værir maður falsfréttanna.“